Innlent

Aflaverðmæti eykst stórum

Góður afli
Aflaverðmæti íslenskra skipa er meira á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra.
Góður afli Aflaverðmæti íslenskra skipa er meira á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra. MYND/JSE

Sjávarútvegur Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa þrjá milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2006 miðað sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Aflaverðmætið nam fjörutíu milljörðum króna á fyrri helmingi ársins en var 37,3 milljarðar á sama tímabili 2005. Aflaverðmæti botnfisks var í lok júní orðið 30,1 milljarðar króna miðað við 25,5 á sama tíma árið 2005 og er því um átján prósenta mun að ræða. Þegar horft er til einstakra fisktegunda jókst aflaverðmæti ufsa um tæp 64 prósent og ýsu um tuttugu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×