Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi 21. september 2006 07:45 sjúkraliðanám í Fb Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun. Laun nýútskrifaðra sjúkraliða við LSH eru 146 þúsund krónur á mánuði. Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni." Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni."
Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira