Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona 21. september 2006 07:45 Halldór Blöndal Hefur setið á þingi síðan 1979. stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. „Ég byrjaði hér og hef verið virkur þátttakandi í öllum alþingiskosningum síðan 1963, fyrst sem blaðamaður og erindreki og svo sem frambjóðandi 1971 og þingmaður síðan 1979,“ sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir tíma til kominn að draga sig í hlé og gefa öðrum tækifæri. „Ég verð 69 ára á næsta ári og mig langar að vera meira með konu minni og börnum á meðan heilsan er enn góð.“ Halldór var varaþingmaður frá 1971 til 1979 þegar hann hlaut fast þingsæti. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-1995 og samgönguráðherra 1995-1999. Þá var hann forseti Alþingis 1999-2005. Halldór er nú formaður utanríkismálanefndar þingsins. „Þetta hefur verið langur en mjög góður tími. Stjórnmál eru krefjandi og þó stundum blási á móti er starf stjórnmálamannsins mjög gott,“ segir Halldór. Hann kveðst hafa náð ýmsu fram á ferli sínum og nefnir í því samhengi jarðgöng til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Háskólann á Akureyri. Fjögur ár eru síðan Halldór ákvað að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann ætlar að sitja til vors; segist enda alls ekki vera uppgefinn en meiri samvistir við fjölskylduna togi í hann. Halldór þakkar konu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur, fyrir ríkan stuðning í gegnum árin. „Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona.“ Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Sjá meira
stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. „Ég byrjaði hér og hef verið virkur þátttakandi í öllum alþingiskosningum síðan 1963, fyrst sem blaðamaður og erindreki og svo sem frambjóðandi 1971 og þingmaður síðan 1979,“ sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir tíma til kominn að draga sig í hlé og gefa öðrum tækifæri. „Ég verð 69 ára á næsta ári og mig langar að vera meira með konu minni og börnum á meðan heilsan er enn góð.“ Halldór var varaþingmaður frá 1971 til 1979 þegar hann hlaut fast þingsæti. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-1995 og samgönguráðherra 1995-1999. Þá var hann forseti Alþingis 1999-2005. Halldór er nú formaður utanríkismálanefndar þingsins. „Þetta hefur verið langur en mjög góður tími. Stjórnmál eru krefjandi og þó stundum blási á móti er starf stjórnmálamannsins mjög gott,“ segir Halldór. Hann kveðst hafa náð ýmsu fram á ferli sínum og nefnir í því samhengi jarðgöng til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Háskólann á Akureyri. Fjögur ár eru síðan Halldór ákvað að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann ætlar að sitja til vors; segist enda alls ekki vera uppgefinn en meiri samvistir við fjölskylduna togi í hann. Halldór þakkar konu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur, fyrir ríkan stuðning í gegnum árin. „Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona.“
Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Sjá meira