Innlent

Bið eftir verslunarhúsnæði

Kringlan er eftirsótt 
Biðlistar eru eftir verslunarrými í Kringlunni.
Kringlan er eftirsótt Biðlistar eru eftir verslunarrými í Kringlunni.

 Lóðahafar á Kringlusvæðinu vinna nú að deiliskipulagi fyrir Kringlureitinn og sú vinna verður kynnt borgaryfirvöldum síðar á árinu. Þeir sem skipa verkefnishópinn eru lóðahafar á svæðinu.

Örn Kjartansson hjá fasteignafélaginu Stoðum segir reitinn afmarkast af Kringlunni að austanverðu en Morgunblaðshúsinu, Sjóvá og Húsi verslunarinnar að vestanverðu.

Örn segir að verið sé að skoða aukið framboð á verslunarhúsnæði á Kringlureitnum og haft hafi verið sambandi við íslenska og erlenda arkitekta vegna uppbyggingar svæðisins. En þess má geta að erlendir arkitektar komu að hönnun Kringlunnar.

Örn útilokar ekki tengibyggingu frá núverandi verslunarhúsnæði yfir í Morgunblaðshúsið verði verslunarhúsnæðið stækkað í þá átt.

„Það er mikil aðsókn að verslunarplássi í Kringlunni og öll verslunarrými hennar hafa verið í útleigu síðustu fjögur ár og biðlistar eftir plássum.“

Stærð væntanlegs verslunarhúsnæðis er enn á tillögustigi og fékkst ekki uppgefið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×