Jákvæður ófriður 20. september 2006 06:00 Össur Skarphéðinsson og Björn Bjarnason eru með baráttuglöðustu mönnum íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Báðir eru í efstu vigt í sínum flokkum og eftir því er tekið þegar þeir tjá sig. Athyglisvert er að bera saman þau ólíku sjónarmið til prófkjara sem þeir hafa viðrað undanfarna daga. Í tilefni af fréttum um að Guðlaugur Þór Þórðarson hygðist sækjast eftir 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sama sæti og Björn sækist eftir, lét dómsmálaráðherra þessi orð falla á heimasíðu sinni síðastliðinn sunnudag: "Ég hef ekki boðið mig fram gegn neinum samflokksmanna minna, enda tel ég samstöðu innan flokka best fallna til sigurs og hef viljað vinna að henni innan Sjálfstæðisflokksins á þingi og í borgarstjórn." Ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt en að Björn telji framboð Guðlaugs rýra sigurmöguleika Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum í vor. Hið sama gildir þá væntanlega um aðra sjálfstæðismenn sem vilja etja kappi við þá flokksfélaga sína sem telja sig eiga vís sæti á listum flokksins; framboð þeirra skemmir fyrir flokknum samkvæmt Birni. Töluvert annað og jákvæðara viðhorf til átaka um sæti á lista í prófkjörum má lesa út úr hugleiðingum Össurar Skarphéðinssonar í pistli á heimasíðu hans um hvort stjórnmálaflokkarnir eigi að taka upp prófkjör á landsvísu. Ein af röksemdum Össurar fyrir því fyrirkomulagi er að á þann hátt eigi flokkarnir auðveldara með að endurnýja og styrkja þinglið sitt. Eða eins og hann orðar það: "Prófkjörin eins og þau eru rekin í dag eru ekki leið til mikillar endurnýjunar heldur hafa fremur þróast upp í að verða vörn fyrir sitjandi þingmenn." Það sem Össur á hér við er að sjálfsögðu það skrítna viðhorf, sem hefur ríkt um prófkjör, að það sé nánast ókurteisi að fara gegn sitjandi þingmanni og sækjast eftir sæti hans á lista í stað þess að bíða eftir því að viðkomandi ákveði sjálfur að standa upp úr sæti sínu á Alþingi. Slíkt umhverfi getur tæplega boðið upp á annað en stöðnun, enda stjórnmálmenn síður en svo betur fallnir til þess en annað fólk að þekkja sinn vitjunartíma. Stjórnmálaflokkar verða að geta endurnýjað sig og það verður ekki gert öðruvísi en með innflokksátökum og kosningabaráttu. Slíkur ófriður er því ekki aðeins jákvæður heldur beinlínis merki um að lífsmark sé með viðkomandi flokki; að þar vilji nýtt fólk láta til sín taka og telji sig hafa betri hugmyndir og meiri getu til að koma þeim í framkvæmd en hinir sem fyrir eru. Annars sýnist manni helsti vandi stjórnmálaflokkanna vera skortur á frambærilegu fólki. Það er því hressandi að sjá tvo öfluga menn koma til leiks sem báðir myndu styrkja hóp alþingismanna. Þetta eru þeir Árni Páll Árnason, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem stefnir á forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, og Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, sem stefnir að 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Hvorugur hefur nokkrar áhyggjur af þeim flokksfélögum sínum sem sitja þar fyrir. Svona eiga menn að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Össur Skarphéðinsson og Björn Bjarnason eru með baráttuglöðustu mönnum íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Báðir eru í efstu vigt í sínum flokkum og eftir því er tekið þegar þeir tjá sig. Athyglisvert er að bera saman þau ólíku sjónarmið til prófkjara sem þeir hafa viðrað undanfarna daga. Í tilefni af fréttum um að Guðlaugur Þór Þórðarson hygðist sækjast eftir 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sama sæti og Björn sækist eftir, lét dómsmálaráðherra þessi orð falla á heimasíðu sinni síðastliðinn sunnudag: "Ég hef ekki boðið mig fram gegn neinum samflokksmanna minna, enda tel ég samstöðu innan flokka best fallna til sigurs og hef viljað vinna að henni innan Sjálfstæðisflokksins á þingi og í borgarstjórn." Ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt en að Björn telji framboð Guðlaugs rýra sigurmöguleika Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum í vor. Hið sama gildir þá væntanlega um aðra sjálfstæðismenn sem vilja etja kappi við þá flokksfélaga sína sem telja sig eiga vís sæti á listum flokksins; framboð þeirra skemmir fyrir flokknum samkvæmt Birni. Töluvert annað og jákvæðara viðhorf til átaka um sæti á lista í prófkjörum má lesa út úr hugleiðingum Össurar Skarphéðinssonar í pistli á heimasíðu hans um hvort stjórnmálaflokkarnir eigi að taka upp prófkjör á landsvísu. Ein af röksemdum Össurar fyrir því fyrirkomulagi er að á þann hátt eigi flokkarnir auðveldara með að endurnýja og styrkja þinglið sitt. Eða eins og hann orðar það: "Prófkjörin eins og þau eru rekin í dag eru ekki leið til mikillar endurnýjunar heldur hafa fremur þróast upp í að verða vörn fyrir sitjandi þingmenn." Það sem Össur á hér við er að sjálfsögðu það skrítna viðhorf, sem hefur ríkt um prófkjör, að það sé nánast ókurteisi að fara gegn sitjandi þingmanni og sækjast eftir sæti hans á lista í stað þess að bíða eftir því að viðkomandi ákveði sjálfur að standa upp úr sæti sínu á Alþingi. Slíkt umhverfi getur tæplega boðið upp á annað en stöðnun, enda stjórnmálmenn síður en svo betur fallnir til þess en annað fólk að þekkja sinn vitjunartíma. Stjórnmálaflokkar verða að geta endurnýjað sig og það verður ekki gert öðruvísi en með innflokksátökum og kosningabaráttu. Slíkur ófriður er því ekki aðeins jákvæður heldur beinlínis merki um að lífsmark sé með viðkomandi flokki; að þar vilji nýtt fólk láta til sín taka og telji sig hafa betri hugmyndir og meiri getu til að koma þeim í framkvæmd en hinir sem fyrir eru. Annars sýnist manni helsti vandi stjórnmálaflokkanna vera skortur á frambærilegu fólki. Það er því hressandi að sjá tvo öfluga menn koma til leiks sem báðir myndu styrkja hóp alþingismanna. Þetta eru þeir Árni Páll Árnason, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem stefnir á forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, og Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, sem stefnir að 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Hvorugur hefur nokkrar áhyggjur af þeim flokksfélögum sínum sem sitja þar fyrir. Svona eiga menn að vera.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun