Eins og blaut tuska framan í organista 18. september 2006 03:30 Úr Skálholti. Deilt er um skipulagsbreytingar í Skálholti en sóknarnefnd telur stjórn Skálholts hafa ákveðið einhliða að gjörbreyta starfi í Skálholti. MYND/Stefán Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti. Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti.
Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira