Segir jafnræðisreglu klárlega vera brotna 18. september 2006 06:30 Þjóðskjalasafn Íslands. Kjartan Ólafsson hefur kært Þjóðskjalasafn Íslands fyrir að veita sér ekki aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949 til 1968. MYND/GVA Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi þingmanni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleranir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjartan var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. Með því að veita Guðna aðgang að gögnunum, þá er búið að aflétta þagnarskyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri, sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölulega skýr. Eiríkur Tómasson Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörðun Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rannsókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undanskilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni einstaklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnarskyldunni gagnvart einum sagnfræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum. Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir eðlilegt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í norrænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrðum. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum. Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá. Innlent Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi þingmanni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleranir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjartan var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. Með því að veita Guðna aðgang að gögnunum, þá er búið að aflétta þagnarskyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri, sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölulega skýr. Eiríkur Tómasson Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörðun Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rannsókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undanskilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni einstaklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnarskyldunni gagnvart einum sagnfræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum. Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir eðlilegt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í norrænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrðum. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum. Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá.
Innlent Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira