Sjálfshjálp hræddrar þjóðar 16. september 2006 00:01 Þegar Halldór Laxnes var spurður um það, hversvegna honum hefðu orðið sinnaskipti í stjórnmálum og trúmálum, svaraði hann sem frægt er orðið: maður gengur ekki með steinbarn í maganum alla ævi. Það sem Nóbelskáldið meinti var þetta: hann hafði vaxið frá þessum skoðunum sínum, þroskast. Hætt að einblína af þröngsýni og þrjósku á veröldina í kringum sig eins og hendir svo margt fólk, jafnvel margt gott fólk líka sem einblínir á eina lausn, málar heiminn svartan og hvítan, neitar að taka þátt í rökræðum, hafnar sínum eigin vitsmunum, setur upp einstrengingsleg gleraugu og heldur sínu striki, hvað sem tautar og raular. Við þekkjum þessar manngerðir. Við erum stundum svona sjálf og kunnum okkur ekki hóf í stjórnmálum, afstöðu eða viðhorfum. Tökum ekki rökum. Stöndum stíf á okkar. Í sumar kom út sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Draumalandið. Það er bók fyrir fólk eins og lýst er hér að framan. Í upphafi bókarinnar lýsir höfundurinn samtali sínu við leigubílstjóra sem kann umhverfissinnum og andstæðingum stóriðjustefnu litlar þakkir. Leigubílstjórinn endurómar almenningsálitið og gefur ekki mikið fyrir málstað þeirra sem andæfa gegn virkjunum og álverum. Viljið þið senda okkur aftur í torfkofana? Á hverju eigum við lifa? Þetta er tónninn sem var gefinn og yfirleitt komust vitrænar rökræður ekki lengra. Það var annað hvort eða. Torfkofarnir eða lifibrauðið. Fjallagrös eða álver. Terror alert. Og þar sem Andri Snær, höfundur bókarinnar, stendur ráðþrota og rökþrota frammi fyrir þessum steinbörnum, þessari úbreiddu skoðun, að þjóðin hafi ekki átt annars úrkosta en leggja til atlögu við náttúru landsins, ef hún vildi framfarir og hagvöxt, hefst leit hans að raunveruleikanum. Sú leit felst meðal annars í útskýringum höfundar á orðum, klisjum og hugtökum. Setur upp leikfléttu staðlaðra frasa andspænis veruleikanum. Vekur okkur upp af værum draumi síbyljunnar. Dregur upp mynd af þeim steinbörnum sem þjóðin hefur alið í maga sínum. Fyrr og nú. Atburðarás, alhæfing, afarkostir. Ertu með eða á móti? Það er annaðhvort allt eða ekkert. Ef herinn fer eru Suðurnesin dauð, ef ekki álver, þá hvað? Það var allt í þessum dúr. Og nú var það annaðhvort hagvöxtur eða hálendið. Hryllingsmyndir hér og þar. Terror alert. Það er eiginlega þetta terror alert, þungamiðja þeirrar ráðandi og ríkjandi stefnu stjórnvalda og viðhorfs mikils meirihluta landsmanna, (til skamms tíma) sem Andri gerir svo snilldarleg skil, að bókin umhverfist í íroniska skopmynd af stóru steinbarni, sem þjóðin gengur með í maganum. Þetta er mesta hamingja sem við getum fengið gagnvart því að efla hagvöxt og byggja hér upp öflugt atvinnulíf. Okkur ber skylda til að gera það af því að við berum ábyrgð á velferð þessarar þjóðar. Andri er ekki í neinum vandræðum með að finna hátíðarræður af þessu tagi og undir þeim formerkjum hófst útsalan lowest energy prices og sölumenn auðlindanna bjóða þrjátíu terawattstundir til að bjarga þjóðinni. Það var annaðhvort eða. Lífið eða dauðinn. Terror alert. Nú ætla ég ekki að fullyrða að allt sé rétt og nákvæmt sem í bókinni er tíundað. Enda ekki skrifuð sem fræðirrit. Það er heldur ekki aðalatriðið. En það sem þessi bók gerir, sannar og sýnir, er að vekja Íslendinga og lesendur upp til þeirrar hugsunar, að heimurinn er ekki annaðhvort svartur eða hvítur. Þessi bók er hernaður gegn steinbörnum. Atlaga ungs manns að þröngsýni og skammsýni, þeim ótrúlega óþroskaða hugsunarhætti að það sé bara til einn sannleikur. Annaðhvort eða. Draumalandið hefur vakið þjóðina til vitundar um valkosti, um verðmæti, um vitsmunalega nálgun og víðari sjóndeildarhringa. Bókin er óður til náttúrunnar, óður til landsins gæða og auðlinda, sem okkur hefur verið falið að varðveita og umgangast, frá einni kynslóð til annarrar. Hún er úttekt á hernaðinum gegn landinu og þeirri ábyrgð sem stjórnvöld og þjóð bera sameiginlega. Engum hugsandi manni dylst að hér er á ferðinni harkaleg gagnrýni, ef ekki stórskotahríð, á þá stefnu stjórnvalda, sem ráðið hefur för undir nafninu stóriðjustefna. Undirtektir, athygli og sala Draumalandsins segir okkur ekki endilega að þessi stefna hafi verið skotin í kaf. Það verður áfram deilt um ágæti framkvæmdanna fyrir austan. Hitt er deginum ljósara og mikilvægi þessarar bókar, að hún hefur stjakað hressilega við steinbarninu í maganum á okkur. Lífið er leit. Ekkert er eilíft. Augu okkar hafa opnast. Að því leyti hefur sjálfshjálp hræddrar þjóðar tekist. Þjóð sem losar sig við steinbörn úr maganum þarf ekki lengur að vera hrædd við raunveruleikann. Þessa bók eiga allir að lesa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þegar Halldór Laxnes var spurður um það, hversvegna honum hefðu orðið sinnaskipti í stjórnmálum og trúmálum, svaraði hann sem frægt er orðið: maður gengur ekki með steinbarn í maganum alla ævi. Það sem Nóbelskáldið meinti var þetta: hann hafði vaxið frá þessum skoðunum sínum, þroskast. Hætt að einblína af þröngsýni og þrjósku á veröldina í kringum sig eins og hendir svo margt fólk, jafnvel margt gott fólk líka sem einblínir á eina lausn, málar heiminn svartan og hvítan, neitar að taka þátt í rökræðum, hafnar sínum eigin vitsmunum, setur upp einstrengingsleg gleraugu og heldur sínu striki, hvað sem tautar og raular. Við þekkjum þessar manngerðir. Við erum stundum svona sjálf og kunnum okkur ekki hóf í stjórnmálum, afstöðu eða viðhorfum. Tökum ekki rökum. Stöndum stíf á okkar. Í sumar kom út sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Draumalandið. Það er bók fyrir fólk eins og lýst er hér að framan. Í upphafi bókarinnar lýsir höfundurinn samtali sínu við leigubílstjóra sem kann umhverfissinnum og andstæðingum stóriðjustefnu litlar þakkir. Leigubílstjórinn endurómar almenningsálitið og gefur ekki mikið fyrir málstað þeirra sem andæfa gegn virkjunum og álverum. Viljið þið senda okkur aftur í torfkofana? Á hverju eigum við lifa? Þetta er tónninn sem var gefinn og yfirleitt komust vitrænar rökræður ekki lengra. Það var annað hvort eða. Torfkofarnir eða lifibrauðið. Fjallagrös eða álver. Terror alert. Og þar sem Andri Snær, höfundur bókarinnar, stendur ráðþrota og rökþrota frammi fyrir þessum steinbörnum, þessari úbreiddu skoðun, að þjóðin hafi ekki átt annars úrkosta en leggja til atlögu við náttúru landsins, ef hún vildi framfarir og hagvöxt, hefst leit hans að raunveruleikanum. Sú leit felst meðal annars í útskýringum höfundar á orðum, klisjum og hugtökum. Setur upp leikfléttu staðlaðra frasa andspænis veruleikanum. Vekur okkur upp af værum draumi síbyljunnar. Dregur upp mynd af þeim steinbörnum sem þjóðin hefur alið í maga sínum. Fyrr og nú. Atburðarás, alhæfing, afarkostir. Ertu með eða á móti? Það er annaðhvort allt eða ekkert. Ef herinn fer eru Suðurnesin dauð, ef ekki álver, þá hvað? Það var allt í þessum dúr. Og nú var það annaðhvort hagvöxtur eða hálendið. Hryllingsmyndir hér og þar. Terror alert. Það er eiginlega þetta terror alert, þungamiðja þeirrar ráðandi og ríkjandi stefnu stjórnvalda og viðhorfs mikils meirihluta landsmanna, (til skamms tíma) sem Andri gerir svo snilldarleg skil, að bókin umhverfist í íroniska skopmynd af stóru steinbarni, sem þjóðin gengur með í maganum. Þetta er mesta hamingja sem við getum fengið gagnvart því að efla hagvöxt og byggja hér upp öflugt atvinnulíf. Okkur ber skylda til að gera það af því að við berum ábyrgð á velferð þessarar þjóðar. Andri er ekki í neinum vandræðum með að finna hátíðarræður af þessu tagi og undir þeim formerkjum hófst útsalan lowest energy prices og sölumenn auðlindanna bjóða þrjátíu terawattstundir til að bjarga þjóðinni. Það var annaðhvort eða. Lífið eða dauðinn. Terror alert. Nú ætla ég ekki að fullyrða að allt sé rétt og nákvæmt sem í bókinni er tíundað. Enda ekki skrifuð sem fræðirrit. Það er heldur ekki aðalatriðið. En það sem þessi bók gerir, sannar og sýnir, er að vekja Íslendinga og lesendur upp til þeirrar hugsunar, að heimurinn er ekki annaðhvort svartur eða hvítur. Þessi bók er hernaður gegn steinbörnum. Atlaga ungs manns að þröngsýni og skammsýni, þeim ótrúlega óþroskaða hugsunarhætti að það sé bara til einn sannleikur. Annaðhvort eða. Draumalandið hefur vakið þjóðina til vitundar um valkosti, um verðmæti, um vitsmunalega nálgun og víðari sjóndeildarhringa. Bókin er óður til náttúrunnar, óður til landsins gæða og auðlinda, sem okkur hefur verið falið að varðveita og umgangast, frá einni kynslóð til annarrar. Hún er úttekt á hernaðinum gegn landinu og þeirri ábyrgð sem stjórnvöld og þjóð bera sameiginlega. Engum hugsandi manni dylst að hér er á ferðinni harkaleg gagnrýni, ef ekki stórskotahríð, á þá stefnu stjórnvalda, sem ráðið hefur för undir nafninu stóriðjustefna. Undirtektir, athygli og sala Draumalandsins segir okkur ekki endilega að þessi stefna hafi verið skotin í kaf. Það verður áfram deilt um ágæti framkvæmdanna fyrir austan. Hitt er deginum ljósara og mikilvægi þessarar bókar, að hún hefur stjakað hressilega við steinbarninu í maganum á okkur. Lífið er leit. Ekkert er eilíft. Augu okkar hafa opnast. Að því leyti hefur sjálfshjálp hræddrar þjóðar tekist. Þjóð sem losar sig við steinbörn úr maganum þarf ekki lengur að vera hrædd við raunveruleikann. Þessa bók eiga allir að lesa.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun