Ný fjárfestingarhugsun 16. september 2006 00:01 Skýrslur OECD um íslenska skóla hafa verið afar gagnlegt framlag til almennrar umræðu um íslenska skólastefnu. Þar hafa verið dregnar fram nokkrar einfaldar staðreyndir í þessum efnum. Ein sú mikilvægasta er að við verjum hærra hlutfalli af þjóðarframleiðslunni í hvern nemanda en aðrar þjóðir. Hitt er meira áhyggjuefni að sömu sögu er ekki unnt að segja um háskólana þrátt fyrir umtalsvert aukin framlög til þeirra á næstliðnum árum. Aukheldur er ljóst að lyfta þarf að minnsta kosti hluta háskólanna í landinu á hærra metnaðarstig. Það kallar á fjármuni. Menntun er fjárfesting. Sennilega skilar hún til lengri tíma litið meiri arði en flest önnur binding fjármuna. Mikil þörf er á að efla nýja fjárfestingarhugsun í þessum efnum. Það ánægjulega er að dæmum þar um fer stöðugt fjölgandi. Fyrr í þessum mánuði var frá því greint að Kaupfélag Skagfirðinga hefði gert samkomulag við sveitarstjórnir og skóla þar í héraðinu um sjötíu milljón króna framlag til skóla- og rannsóknarstarfsemi. Þetta er gerningur sem verðskuldar eftirtekt. Það besta við þennan gerning er að Kaupfélagið gerir hann ekki af góðsemi einni saman. Forystumenn þess hafa einfaldlega séð þau sannindi að samasemmerki er á milli grósku í skólastarfi og grósku í viðskiptum. Hnignun skólastarfs þýðir veikara viðskiptaumhverfi í héraðinu. Kaupfélagsmennirnir í Skagafirði telja að framlag þeirra jafngildi því að skólarnir í landinu fengju yfir fimm milljarða króna í viðbótartekjur, að því gefnu að atvinnulífið legði sambærilega upphæð fram á hvern nemanda í öðrum hlutum landsins. Það sýnir hverju ný hugsun gæti áorkað í menntunarfjárfestingu. Annað dæmi er nýlegur samningur Orkuveitu Reykjavíkur við nokkra háskóla á starfssvæði þeirrar stofnunar. Þar er um að ræða eitthundrað milljón króna framlag til stofnunar sérstaks orku- og umhverfisrannsóknarsjóðs. Stofnunin áformar að verja hálfum hundraðshluta af tekjum sínum í framtíðinni til þessa verkefnis. Orkuveitan er að vísu opinber einokunarstofnun. Það má því deila um hvort þetta telst vera ráðstöfun á arði eða skattpeningum. En aðalatriðið er að þessi ráðstöfun er gott og virðingarvert dæmi um þá nýju hugsun sem er að ryðja sér til rúms í þessum efnum. Áður hefur verið vakin athygli á því á þessum vettvangi að Háskólasjóður Eimskipafélagsins veitir meiri fjármunum í rannsóknarstyrki til nemenda við Háskóla Íslands en ríkissjóður. Þessi nýja fjárfestingarhugsun á ekki að leysa stjórnvöld undan skyldum sínum. Þvert á móti. En hún er nauðsynleg ef við eigum að ná metnaðarfullum markmiðum og tryggja efnahagslegar framfarir á komandi árum. Skólamálin eru stærsta pólitíska verkefni okkar tíma. En þau kalla líka á fjárfestingu atvinnufyrirtækjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun
Skýrslur OECD um íslenska skóla hafa verið afar gagnlegt framlag til almennrar umræðu um íslenska skólastefnu. Þar hafa verið dregnar fram nokkrar einfaldar staðreyndir í þessum efnum. Ein sú mikilvægasta er að við verjum hærra hlutfalli af þjóðarframleiðslunni í hvern nemanda en aðrar þjóðir. Hitt er meira áhyggjuefni að sömu sögu er ekki unnt að segja um háskólana þrátt fyrir umtalsvert aukin framlög til þeirra á næstliðnum árum. Aukheldur er ljóst að lyfta þarf að minnsta kosti hluta háskólanna í landinu á hærra metnaðarstig. Það kallar á fjármuni. Menntun er fjárfesting. Sennilega skilar hún til lengri tíma litið meiri arði en flest önnur binding fjármuna. Mikil þörf er á að efla nýja fjárfestingarhugsun í þessum efnum. Það ánægjulega er að dæmum þar um fer stöðugt fjölgandi. Fyrr í þessum mánuði var frá því greint að Kaupfélag Skagfirðinga hefði gert samkomulag við sveitarstjórnir og skóla þar í héraðinu um sjötíu milljón króna framlag til skóla- og rannsóknarstarfsemi. Þetta er gerningur sem verðskuldar eftirtekt. Það besta við þennan gerning er að Kaupfélagið gerir hann ekki af góðsemi einni saman. Forystumenn þess hafa einfaldlega séð þau sannindi að samasemmerki er á milli grósku í skólastarfi og grósku í viðskiptum. Hnignun skólastarfs þýðir veikara viðskiptaumhverfi í héraðinu. Kaupfélagsmennirnir í Skagafirði telja að framlag þeirra jafngildi því að skólarnir í landinu fengju yfir fimm milljarða króna í viðbótartekjur, að því gefnu að atvinnulífið legði sambærilega upphæð fram á hvern nemanda í öðrum hlutum landsins. Það sýnir hverju ný hugsun gæti áorkað í menntunarfjárfestingu. Annað dæmi er nýlegur samningur Orkuveitu Reykjavíkur við nokkra háskóla á starfssvæði þeirrar stofnunar. Þar er um að ræða eitthundrað milljón króna framlag til stofnunar sérstaks orku- og umhverfisrannsóknarsjóðs. Stofnunin áformar að verja hálfum hundraðshluta af tekjum sínum í framtíðinni til þessa verkefnis. Orkuveitan er að vísu opinber einokunarstofnun. Það má því deila um hvort þetta telst vera ráðstöfun á arði eða skattpeningum. En aðalatriðið er að þessi ráðstöfun er gott og virðingarvert dæmi um þá nýju hugsun sem er að ryðja sér til rúms í þessum efnum. Áður hefur verið vakin athygli á því á þessum vettvangi að Háskólasjóður Eimskipafélagsins veitir meiri fjármunum í rannsóknarstyrki til nemenda við Háskóla Íslands en ríkissjóður. Þessi nýja fjárfestingarhugsun á ekki að leysa stjórnvöld undan skyldum sínum. Þvert á móti. En hún er nauðsynleg ef við eigum að ná metnaðarfullum markmiðum og tryggja efnahagslegar framfarir á komandi árum. Skólamálin eru stærsta pólitíska verkefni okkar tíma. En þau kalla líka á fjárfestingu atvinnufyrirtækjanna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun