Hinn nítján ára gamli Þjóðverji Sebastian Vettel, á BMW, átti besta tíma allra ökumanna á æfingu í gær fyrir fomúlukeppnina á Monza sem fram fer í dag.
Michael Schumacher átti næst besta tímann og heimsmeistarinn Fernando Alonso náði einungis áttunda besta tíma í gær, en þessir tveir ökumenn eru í tveimur efstu sætunum í keppni ökumanna. Kimi Raikkonen, sem á sér marga aðdáendur á Íslandi, átti sjötta besta tímann. Tímataka fer fram í dag.