Fótbolti

Keisarinn er ekki bjartsýnn

Beckenbauer gerir allt sem hann getur til að draga úr væntingum til liðsins.
Beckenbauer gerir allt sem hann getur til að draga úr væntingum til liðsins.

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, er ekki bjartsýnn á að liðið nái góðum árangri í Meistaradeild Evrópu í vetur. Félagið hefur misst bæði Michael Ballack og Ze Roberto en fengið Mark van Bommel, Lukas Podolski og Daniel van Buyten til liðsins í þeirra stað.



Beckenbauer er samt ekki bjartsýnn. "Við erum ekki með sterkara lið núna en á síðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð var kannski of mikil pressa á liðinu en núna erum við að reyna að minnka væntingarnar til liðsins," sagði Beckenbauer og lagði þar með sitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum.

Bayern mætir Spartak Moscow í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu og Beckenbauer segir það vera grundvallaratriði að vinna þann leik. - dsd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×