Verður skrítið að leika gegn Chelsea 5. september 2006 00:00 Eiður Smári Guðjohnsen MYND/Ole nielsen Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira