Írland í góðum gír 31. ágúst 2006 00:01 Mig hafði lengi þyrst í nothæfa skýringu á því, hvernig Írar töldu sér fært að standa utan Atlantshafsbandalagsins. Mig langaði að vita, hvers vegna rökin, sem urðu ofan á hér heima eftir stríðið, urðu undir á Írlandi eða komu þar jafnvel ekki til álita, þótt þau virtust legu landsins vegna hljóta að eiga við þar engu síður en hér. Og þá birtist tækifærið: ég var á fundi í London, og meðal fundarefnisins var fyrirlestur írska forsætisráðherrans um Írland og Atlantshafsbandalagið. Maðurinn talaði um efnið í klukkutíma eða lengur, en viðstaddir voru samt engu nær að lestrinum loknum. Írskur vinur minn skýrði málið fyrir mér nokkru síðar. Aðild Írlands að NATO kom aldrei til álita, sagði hann, vegna þess að Bretar voru þar og töldu rétt, að einnig Írar væru þar. Eftir sjálfstæðistökuna 1922 gerðu Írar nær alltaf allt þveröfugt við óskir Breta; önnur sjónarmið komust ekki að. Þarna var hún þá komin skýringin á því, hvers vegna Írar stóðu utan Atlantshafsbandalagsins og höfðu þar fyrir utan lagt sára fátækt á sjálfa sig með glórulausum sjálfsþurftarbúskap eins og einbeittustu meinlætamenn. Ýmsar umbætur eins og þær, sem þokuðu Bretum og öðrum fram á við á öldinni sem leið, létu á sér standa á Eyjunni grænu. Tíminn stóð í stað eins og ferðamenn um dreifðar byggðir Írlands gátu séð með eigin augum. Stærsti stjórnmálaflokkur Írlands, Fianna Fáil, réð lögum og lofum um landið frá 1932 til 1973 og neyddist þá fyrst til að víkja um hríð fyrir öðrum flokkum. Flokkurinn var og er að ýmsu leyti líkur Sjálfstæðisflokknum (mottó: stétt með stétt, 40% fylgi) og hafði horfið frá sjálfsþurftarbúskaparstefnu sinni nokkrum árum fyrr, 1959, sama ár og Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði viðreisnarstjórnina hér heima, og beitti sér nú heldur fyrir frjálsum viðskiptum. Nú tóku hjólin að snúast. Írar gengu ásamt Bretum í Evrópusambandið 1973. Fianna Fáil var þá í stjórnarandstöðu. Óvildin í garð Breta dvínaði smátt og smátt, það fennti fyrir fornan fjandskap, og við það skapaðist í skjóli Evrópusambandsins svigrúm til gagngerra umskipta heima fyrir. Þau hafa orðið til þess, að Írland - gamla fátæktarbælið - skaut um aldamótin 2000 Bretlandi aftur fyrir sig á listanum yfir ríkustu lönd heims mælt í þjóðartekjum á mann og hefur síðan aukið forskotið. Írar köstuðu af sér viðjunum, sem nýlendukúgun Breta hafði lagt á þá og þeir höfðu síðan lagt hver á annan. Þeir hættu að velta sér upp úr gömlum misgerðum og tóku heldur til við að hreinsa til hjá sér. Þeir hættu að einblína á landbúnað og bjuggu heldur í haginn fyrir iðnað, verzlun og þjónustu. Áttundi hver vinnandi maður hefur flutzt úr landbúnaði í aðra vinnu síðan 1980. Hlutdeild landbúnaðar í mannaflanum 2003 var komin niður í 6%, hafði verið 18% 1980. Á sama tíma minnkaði hlutdeild landbúnaðar í mannafla Bretlands úr 3% í 1%. Írum er því vel stætt á að halda áfram á sömu braut. Innreið Íra í nútímann tók á sig ýmsar myndir. Þeir hættu að beygja sig í einu og öllu fyrir kaþólsku kirkjunni, sem hafði áður haft mikil og ekki alltaf heppileg ítök í írsku þjóðlífi með því til dæmis að leggjast mjög gegn fóstureyðingum, getnaðarvörnum, hjónaskilnuðum og ýmsum öðrum nauðsynjum. Nokkur hneykslismál innan kirkjunnar drógu úr áhrifamætti hennar á vettvangi stjórnmálanna til farsældar fyrir írsku þjóðina. Ungir Írar, sem af fjárhagsástæðum höfðu flúið fátækt land, flykktust heim aftur. Ríkisstjórnin breiddi einnig út faðminn á móti erlendum fyrirtækjum, sem löðuðust að landinu meðal annars vegna þess, að Írar tala ensku. Útlendinga hefur drifið að úr ýmsum áttum. Írland logar af lífi og fjöri sem aldrei fyrr og er nú eitt ríkasta land heims og hefur safnað eignum í útlöndum, ekki skuldum. Það sér ekki enn fyrir endann á uppsveiflunni. Fianna Fáil á umtalsverðan þátt í þessum gagngeru umskiptum, þótt flokkurinn hafi löngum logað stafnanna á milli og stundum klofnað vegna innbyrðis árekstra og ýmissa spillingarmála. Opinber rannsóknarnefnd sakfelldi formann flokksins 1979-1992 og forsætisráðherra fyrir mútuþægni. Sakfellingin veikti flokkinn, en helzti styrkur hans út á við, auk sinnaskiptanna 1959, er eftir sem áður öflugt innra skipulag og veik og sundruð andstaða af hálfu annarra flokka, Fine Gael og Verkamannaflokksins. Þeir líkjast aftur Framsóknarflokknum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. Frændur eru frændum líkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mig hafði lengi þyrst í nothæfa skýringu á því, hvernig Írar töldu sér fært að standa utan Atlantshafsbandalagsins. Mig langaði að vita, hvers vegna rökin, sem urðu ofan á hér heima eftir stríðið, urðu undir á Írlandi eða komu þar jafnvel ekki til álita, þótt þau virtust legu landsins vegna hljóta að eiga við þar engu síður en hér. Og þá birtist tækifærið: ég var á fundi í London, og meðal fundarefnisins var fyrirlestur írska forsætisráðherrans um Írland og Atlantshafsbandalagið. Maðurinn talaði um efnið í klukkutíma eða lengur, en viðstaddir voru samt engu nær að lestrinum loknum. Írskur vinur minn skýrði málið fyrir mér nokkru síðar. Aðild Írlands að NATO kom aldrei til álita, sagði hann, vegna þess að Bretar voru þar og töldu rétt, að einnig Írar væru þar. Eftir sjálfstæðistökuna 1922 gerðu Írar nær alltaf allt þveröfugt við óskir Breta; önnur sjónarmið komust ekki að. Þarna var hún þá komin skýringin á því, hvers vegna Írar stóðu utan Atlantshafsbandalagsins og höfðu þar fyrir utan lagt sára fátækt á sjálfa sig með glórulausum sjálfsþurftarbúskap eins og einbeittustu meinlætamenn. Ýmsar umbætur eins og þær, sem þokuðu Bretum og öðrum fram á við á öldinni sem leið, létu á sér standa á Eyjunni grænu. Tíminn stóð í stað eins og ferðamenn um dreifðar byggðir Írlands gátu séð með eigin augum. Stærsti stjórnmálaflokkur Írlands, Fianna Fáil, réð lögum og lofum um landið frá 1932 til 1973 og neyddist þá fyrst til að víkja um hríð fyrir öðrum flokkum. Flokkurinn var og er að ýmsu leyti líkur Sjálfstæðisflokknum (mottó: stétt með stétt, 40% fylgi) og hafði horfið frá sjálfsþurftarbúskaparstefnu sinni nokkrum árum fyrr, 1959, sama ár og Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði viðreisnarstjórnina hér heima, og beitti sér nú heldur fyrir frjálsum viðskiptum. Nú tóku hjólin að snúast. Írar gengu ásamt Bretum í Evrópusambandið 1973. Fianna Fáil var þá í stjórnarandstöðu. Óvildin í garð Breta dvínaði smátt og smátt, það fennti fyrir fornan fjandskap, og við það skapaðist í skjóli Evrópusambandsins svigrúm til gagngerra umskipta heima fyrir. Þau hafa orðið til þess, að Írland - gamla fátæktarbælið - skaut um aldamótin 2000 Bretlandi aftur fyrir sig á listanum yfir ríkustu lönd heims mælt í þjóðartekjum á mann og hefur síðan aukið forskotið. Írar köstuðu af sér viðjunum, sem nýlendukúgun Breta hafði lagt á þá og þeir höfðu síðan lagt hver á annan. Þeir hættu að velta sér upp úr gömlum misgerðum og tóku heldur til við að hreinsa til hjá sér. Þeir hættu að einblína á landbúnað og bjuggu heldur í haginn fyrir iðnað, verzlun og þjónustu. Áttundi hver vinnandi maður hefur flutzt úr landbúnaði í aðra vinnu síðan 1980. Hlutdeild landbúnaðar í mannaflanum 2003 var komin niður í 6%, hafði verið 18% 1980. Á sama tíma minnkaði hlutdeild landbúnaðar í mannafla Bretlands úr 3% í 1%. Írum er því vel stætt á að halda áfram á sömu braut. Innreið Íra í nútímann tók á sig ýmsar myndir. Þeir hættu að beygja sig í einu og öllu fyrir kaþólsku kirkjunni, sem hafði áður haft mikil og ekki alltaf heppileg ítök í írsku þjóðlífi með því til dæmis að leggjast mjög gegn fóstureyðingum, getnaðarvörnum, hjónaskilnuðum og ýmsum öðrum nauðsynjum. Nokkur hneykslismál innan kirkjunnar drógu úr áhrifamætti hennar á vettvangi stjórnmálanna til farsældar fyrir írsku þjóðina. Ungir Írar, sem af fjárhagsástæðum höfðu flúið fátækt land, flykktust heim aftur. Ríkisstjórnin breiddi einnig út faðminn á móti erlendum fyrirtækjum, sem löðuðust að landinu meðal annars vegna þess, að Írar tala ensku. Útlendinga hefur drifið að úr ýmsum áttum. Írland logar af lífi og fjöri sem aldrei fyrr og er nú eitt ríkasta land heims og hefur safnað eignum í útlöndum, ekki skuldum. Það sér ekki enn fyrir endann á uppsveiflunni. Fianna Fáil á umtalsverðan þátt í þessum gagngeru umskiptum, þótt flokkurinn hafi löngum logað stafnanna á milli og stundum klofnað vegna innbyrðis árekstra og ýmissa spillingarmála. Opinber rannsóknarnefnd sakfelldi formann flokksins 1979-1992 og forsætisráðherra fyrir mútuþægni. Sakfellingin veikti flokkinn, en helzti styrkur hans út á við, auk sinnaskiptanna 1959, er eftir sem áður öflugt innra skipulag og veik og sundruð andstaða af hálfu annarra flokka, Fine Gael og Verkamannaflokksins. Þeir líkjast aftur Framsóknarflokknum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. Frændur eru frændum líkir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun