Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin 30. ágúst 2006 00:01 Sölvi Geir Ottesen Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. En fyrsti leikur Sölva var skrautlegur í meira lagi þar sem flauta þurfti leikinn af eftir 55 mínútna leik. "Þarna trylltust stuðningsmenn Hammarby eftir að við höfðum pakkað þeim saman í fyrri hálfleik," sagði Sölvi við Fréttablaðið en staðan í leiknum var þá orðin 3-0 fyrir Djurgården. "Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í byrjunarliðinu en í fyrsta sinn á þessu tímabili. Ég hef reyndar verið nánast alltaf meiddur síðan ég kom til félagsins og hef aldrei náð að koma mér í almennilegt form nema í smá tíma í fyrra þegar ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu. En þá gekk liðinu svo vel að það var erfitt að ætla að breyta því eitthvað." Sölvi hafði fyrir leikinn spilað einn og hálfan leik með varaliði félagsins en hann fékk tækifæri í aðalliðinu þar sem einn miðvörður liðsins reif nýverið liðþófa. "Það opnaði pláss fyrir mig í liðinu og býst ég ekki við öðru en ég haldi mínu sæti í einhvern tíma. Það var gott að halda hreinu í leiknum og mjög gott að ná að skora þrisvar í leiknum því okkur hefur ekki gengið vel í sumar. Ég kem svo núna heim og spila með U-21 landsliðinu. Þetta er því allt að byrja að rúlla hjá mér á nýjan leik." Sölvi segir að þrátt fyrir meiðslin hafi hann aldrei hugleitt að koma aftur heim. "Maður fer þó ósjálfrátt að hugsa hvort maður verði einn af þessum leikmönnum sem eru alltaf meiddir. En nú fær maður tækifæri til að reyna að ná sínum markmiðum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. En fyrsti leikur Sölva var skrautlegur í meira lagi þar sem flauta þurfti leikinn af eftir 55 mínútna leik. "Þarna trylltust stuðningsmenn Hammarby eftir að við höfðum pakkað þeim saman í fyrri hálfleik," sagði Sölvi við Fréttablaðið en staðan í leiknum var þá orðin 3-0 fyrir Djurgården. "Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í byrjunarliðinu en í fyrsta sinn á þessu tímabili. Ég hef reyndar verið nánast alltaf meiddur síðan ég kom til félagsins og hef aldrei náð að koma mér í almennilegt form nema í smá tíma í fyrra þegar ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu. En þá gekk liðinu svo vel að það var erfitt að ætla að breyta því eitthvað." Sölvi hafði fyrir leikinn spilað einn og hálfan leik með varaliði félagsins en hann fékk tækifæri í aðalliðinu þar sem einn miðvörður liðsins reif nýverið liðþófa. "Það opnaði pláss fyrir mig í liðinu og býst ég ekki við öðru en ég haldi mínu sæti í einhvern tíma. Það var gott að halda hreinu í leiknum og mjög gott að ná að skora þrisvar í leiknum því okkur hefur ekki gengið vel í sumar. Ég kem svo núna heim og spila með U-21 landsliðinu. Þetta er því allt að byrja að rúlla hjá mér á nýjan leik." Sölvi segir að þrátt fyrir meiðslin hafi hann aldrei hugleitt að koma aftur heim. "Maður fer þó ósjálfrátt að hugsa hvort maður verði einn af þessum leikmönnum sem eru alltaf meiddir. En nú fær maður tækifæri til að reyna að ná sínum markmiðum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira