Fótbolti

Verð að vera þolinmóður

Gunnar Heiðar ætlar að bíða þolinmóður eftir tækifærinu hjá Hannover
Gunnar Heiðar ætlar að bíða þolinmóður eftir tækifærinu hjá Hannover

Sænska staðarblaðið Hallandsposten gerði framgöngu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá Hannover 96 að umfjöllunarefni í gær en hann var áður á mála hjá Halmstad og varð í fyrra markakóngur sænsku deildarinnar. Hann hefur hins vegar ekki verið valinn í hópinn hjá Hannover í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni.



"Ég verð að vera þolinmóður," sagði Gunnar Heiðar. "Þjálfarinn er svolítið sérstakur og á sína uppáhaldsleikmenn hjá félaginu sem þýðir að það er enn erfiðara fyrir vikið að koma sér í liðið." Eyja­­peyinn stóð sig þó vel á undirbúningstímabilinu, skoraði sjö mörk í sex leikjum og nú síðast þrennu í æfingaleik í vikunni. "Ég vona að hann láti undan þrýstingnum og gefi mér tækifæri," sagði Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×