Ófremdarástand í dagvistun barna 12. ágúst 2006 07:30 Dagvistun Fjöldi foreldra í Vesturbæ Reykjavíkur hefur enn ekki fundið dagvistun fyrir börn sín. Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira