Sport

Ásthildur aftur inn í hópinn

í þriðja sæti Íslensku stelpurnar eru í þriðja sæti riðilsins eftir fimm leiki.
í þriðja sæti Íslensku stelpurnar eru í þriðja sæti riðilsins eftir fimm leiki.

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Tékklandi laugardaginn 19. ágúst. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland, sem stendur í þriðja sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Tékkar. Einn nýliði er í hópnum en það er Katrín Ómarsdóttir. Þá kemur fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir aftur inn í liðið en hún var í leikbanni í síðasta leik gegn Portúgal.

Þóra B. Helgadóttir úr Breiðabliki og Guðbjörg Gunnarsdóttir úr Val voru valdar sem markverðir en aðrir leikmenn eru: Guðlaug Jónsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Ólína Viðarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki. Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Málfríður Sigurðardóttir, Ásta Árnadóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir úr Val. Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR. Ásthildur úr Malmö og Erla Steina Arnardóttir úr Mallbackens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×