Tekjutengingar - upp og niður, út og suður 9. ágúst 2006 00:01 Undir forystu núverandi stjórnarflokka hefur velferðarríkið verið lagt í rúst. Grundvöllur velferðarríkisins er klár og einfaldur. Allir borga sinn skerf til velferðarkerfisins og fá greitt úr því þegar þeir verða fyrir skakkaföllum í lífinu og þegar þeir komast á elliár. Hafi menn lagt sérstaklega fyrir til elliáranna, hvort sem er með því að skapa sér inneign í lífeyrissjóðum, með því að kaupa sér einstakar tryggingar eða hreinlega sparað til elliáranna á ekki að koma stjórnvöldum nokkurn skapaðan hlut við, hvað þá leiða til skerðingar á þeirri inneign sem menn hafa skapað sér á lífsleiðinni með vinnu sinni og öðru framlagi til aukinnar hagsældar þjóðarinnar. Þessi réttur á að vera einstaklingsbundinn og óháður því hvort menn eiga sér maka eða aðra aðstandendur, sem eru aflögufærir, þegar kemur að því að menn eiga rétt á bótum vegna elli eða örorku. Í stað þessarar einföldu grunnhugmyndar hefur nú verið komið á flóknu kerfi skerðinga og umbunar, sem afskræmir allt velferðarkerfið, gerir alla að ölmusumönnum, sem sífellt deila innbyrðis og sjá ofsjónum yfir hvað öðrum fellur í skaut í stað þess að beina geirum sínum að þeim, sem með völdin fara hverju sinni, og því örlæti sem þeim þykir við hæfi að sýna öldruðum og öryrkjum. Þeirri lygi hefur verið komið á flot, að með hinu flókna skerðingakerfi sé ríkisvaldinu gert kleift að gera betur við þá sem hafi lent utangarðs í velferðarkerfinu og séu á „strípuðum bótum". Enginn hefur nokkru sinni getað sýnt fram á það að þeim peningum sem ríkið sparar sér með skerðingum hafi verið varið til að bæta hag hinna verst settu í velferðarkerfinu. Þvert á móti hefur þeim peningum verið sópað í ríkissjóð, þar sem „agaleysi og lausatök" einkenna meðferð þess að sögn ríkisendurskoðanda. Lítum á nýleg dæmi um tekjutengingar, sem ganga þvert gegn þeim, sem þykja við hæfi fyrir aldraða og öryrkja. Komið var á fót sjóði til að auðvelda fólki töku fæðingarorlofs. Fljótlega kom í ljós að þeir tekjuhæstu teldu sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof vegna missis í launum. Sjóðurinn var því tekjutengdur upp á við: Menn skyldu fá fæðingarorlofspeninga sem hlutfall af launum. Þegar í ljós kom að með þessu lagi tæmdu hálaunamennirnir sjóðinn fljótlega var raunar sett þak á greiðslur úr honum, en haft ríflegt svo að fæðing barna hálaunafólksins gengi örugglega ekki of nærri efnahag þess. Lengi vel voru atvinnuleysisbætur tekjutengdar niður á við, voru hlutfall af lægstu töxtum almennra verkalýðsfélaga. Nú, þegar viðurkennt er að fleiri geti misst atvinnuna en lágt launaðir daglaunamenn, voru þessar bætur tekjutengdar upp á við og eru nú hlutfall af þeim tekjum, sem menn hafa haft í fyrra starfi. Sérkapítuli er svo það eftirlauna- og bótakerfi, sem hin pólitíska yfirstétt hefur komið upp fyrir sjálfa sig á síðustu árum. Þar er ekki talin þörf á neinum tekjutengingum bóta; alþingismenn og ráðherrar geta farið á full eftirlaun 55 ára og haldið áfram að gegna hálaunastörfum á vegum sama vinnuveitanda starfsævina út og þeir og makar þeirra hlotið rífleg eftirlaun til æviloka. Það eru svo þessir sömu menn, sem svo hafa búið um sig og sína á kostnað ríkissjóðs, sem „sýna ráðdeild og aðhald" þegar kemur að kjörum ellilífeyrisþega og öryrkja í almannatryggingakerfinu, þannig að frá fyrstu krónu sem þeir þéna umfram lífeyrinn eru bætur þeirra skertar samsvarandi, þeir læstir inn í fátæktargildru. Ekki nóg með það. Stefán Ólafsson prófessor sýndi fram á fyrir skemmstu með útreikningum sem enginn hefur treyst sér til að véfengja, að yfir 70% þeirra umframtekna sem launþegar héldu að þeir hefðu hafa skapað sér með aðild að lífeyrissjóðum sínum á undanförnum 40 árum eru gerðar upptækar í ríkissjóð með skattlagningu og skerðingu á bótum almannatrygginga. Þegar sömu stjórnmálamenn segjast vilja skapa aðstæður til að aldraðir og öryrkjar komist út á vinnumarkaðinn í samræmi við getu sína má segja að hræsnin sé fullkomnuð. Nú ættu aldraðir að treysta samtök sín og sameinast um að skapa þeim alþingismönnum sem komið hafa á þessu rangláta kerfi skerðinga og ölmusuumbununar „fagurt ævikvöld" með því að kjósa þá ekki í næstu alþingiskosningum en veita þeim mönnum brautargengi, sem eru reiðubúnir að endurreisa hér velferðarkerfi sem stendur undir nafni, í líkingu við það sem nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa haldið fast við frá upphafi. Þangað sóttum við fyrirmynd okkar á sínum tíma. Sú fyrirmynd á svo sannarlega við enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Undir forystu núverandi stjórnarflokka hefur velferðarríkið verið lagt í rúst. Grundvöllur velferðarríkisins er klár og einfaldur. Allir borga sinn skerf til velferðarkerfisins og fá greitt úr því þegar þeir verða fyrir skakkaföllum í lífinu og þegar þeir komast á elliár. Hafi menn lagt sérstaklega fyrir til elliáranna, hvort sem er með því að skapa sér inneign í lífeyrissjóðum, með því að kaupa sér einstakar tryggingar eða hreinlega sparað til elliáranna á ekki að koma stjórnvöldum nokkurn skapaðan hlut við, hvað þá leiða til skerðingar á þeirri inneign sem menn hafa skapað sér á lífsleiðinni með vinnu sinni og öðru framlagi til aukinnar hagsældar þjóðarinnar. Þessi réttur á að vera einstaklingsbundinn og óháður því hvort menn eiga sér maka eða aðra aðstandendur, sem eru aflögufærir, þegar kemur að því að menn eiga rétt á bótum vegna elli eða örorku. Í stað þessarar einföldu grunnhugmyndar hefur nú verið komið á flóknu kerfi skerðinga og umbunar, sem afskræmir allt velferðarkerfið, gerir alla að ölmusumönnum, sem sífellt deila innbyrðis og sjá ofsjónum yfir hvað öðrum fellur í skaut í stað þess að beina geirum sínum að þeim, sem með völdin fara hverju sinni, og því örlæti sem þeim þykir við hæfi að sýna öldruðum og öryrkjum. Þeirri lygi hefur verið komið á flot, að með hinu flókna skerðingakerfi sé ríkisvaldinu gert kleift að gera betur við þá sem hafi lent utangarðs í velferðarkerfinu og séu á „strípuðum bótum". Enginn hefur nokkru sinni getað sýnt fram á það að þeim peningum sem ríkið sparar sér með skerðingum hafi verið varið til að bæta hag hinna verst settu í velferðarkerfinu. Þvert á móti hefur þeim peningum verið sópað í ríkissjóð, þar sem „agaleysi og lausatök" einkenna meðferð þess að sögn ríkisendurskoðanda. Lítum á nýleg dæmi um tekjutengingar, sem ganga þvert gegn þeim, sem þykja við hæfi fyrir aldraða og öryrkja. Komið var á fót sjóði til að auðvelda fólki töku fæðingarorlofs. Fljótlega kom í ljós að þeir tekjuhæstu teldu sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof vegna missis í launum. Sjóðurinn var því tekjutengdur upp á við: Menn skyldu fá fæðingarorlofspeninga sem hlutfall af launum. Þegar í ljós kom að með þessu lagi tæmdu hálaunamennirnir sjóðinn fljótlega var raunar sett þak á greiðslur úr honum, en haft ríflegt svo að fæðing barna hálaunafólksins gengi örugglega ekki of nærri efnahag þess. Lengi vel voru atvinnuleysisbætur tekjutengdar niður á við, voru hlutfall af lægstu töxtum almennra verkalýðsfélaga. Nú, þegar viðurkennt er að fleiri geti misst atvinnuna en lágt launaðir daglaunamenn, voru þessar bætur tekjutengdar upp á við og eru nú hlutfall af þeim tekjum, sem menn hafa haft í fyrra starfi. Sérkapítuli er svo það eftirlauna- og bótakerfi, sem hin pólitíska yfirstétt hefur komið upp fyrir sjálfa sig á síðustu árum. Þar er ekki talin þörf á neinum tekjutengingum bóta; alþingismenn og ráðherrar geta farið á full eftirlaun 55 ára og haldið áfram að gegna hálaunastörfum á vegum sama vinnuveitanda starfsævina út og þeir og makar þeirra hlotið rífleg eftirlaun til æviloka. Það eru svo þessir sömu menn, sem svo hafa búið um sig og sína á kostnað ríkissjóðs, sem „sýna ráðdeild og aðhald" þegar kemur að kjörum ellilífeyrisþega og öryrkja í almannatryggingakerfinu, þannig að frá fyrstu krónu sem þeir þéna umfram lífeyrinn eru bætur þeirra skertar samsvarandi, þeir læstir inn í fátæktargildru. Ekki nóg með það. Stefán Ólafsson prófessor sýndi fram á fyrir skemmstu með útreikningum sem enginn hefur treyst sér til að véfengja, að yfir 70% þeirra umframtekna sem launþegar héldu að þeir hefðu hafa skapað sér með aðild að lífeyrissjóðum sínum á undanförnum 40 árum eru gerðar upptækar í ríkissjóð með skattlagningu og skerðingu á bótum almannatrygginga. Þegar sömu stjórnmálamenn segjast vilja skapa aðstæður til að aldraðir og öryrkjar komist út á vinnumarkaðinn í samræmi við getu sína má segja að hræsnin sé fullkomnuð. Nú ættu aldraðir að treysta samtök sín og sameinast um að skapa þeim alþingismönnum sem komið hafa á þessu rangláta kerfi skerðinga og ölmusuumbununar „fagurt ævikvöld" með því að kjósa þá ekki í næstu alþingiskosningum en veita þeim mönnum brautargengi, sem eru reiðubúnir að endurreisa hér velferðarkerfi sem stendur undir nafni, í líkingu við það sem nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa haldið fast við frá upphafi. Þangað sóttum við fyrirmynd okkar á sínum tíma. Sú fyrirmynd á svo sannarlega við enn.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun