Lífeyrissjóðir sýni félagslega ábyrgð 8. ágúst 2006 07:45 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira