Lífeyrissjóðir sýni félagslega ábyrgð 8. ágúst 2006 07:45 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“ Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira