Sport

Valinn í norska landsliðið á ný

solskjær Stóð sig vel í Amsterdam og skoraði meðal annars eitt mark.
solskjær Stóð sig vel í Amsterdam og skoraði meðal annars eitt mark. MYND/nordicphotos/getty images

Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, var í gær valinn í norska landsliðið sem mætir Brasilíu þann 16. ágúst í Osló. Solskær hefur verið meira og minna meiddur í tvö ár en stóð sig vel á Amsterdam-mótinu um helgina en Sir Alex Ferguson, stjóri United, biðlaði til Solskjær um að hætta að spila með landsliði sínu.

"Við skiljum áhyggur Ferguson. Ole hefur verið mikið meiddur en er að koma sterkur til baka og ég er viss um að við finnum lausn á þessu," sagði Age Hareide, þjálfari norska landsliðsins í gær. Hinn 33 ára gamli Solskjær gæti spilað stóra rullu fyrir United í vetur eftir brotthvar Ruud van Nistelrooy frá enska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×