Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju 5. ágúst 2006 08:15 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira