Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju 5. ágúst 2006 08:15 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira