Sport

Að færast nær United?

Manuel Pellegrini, þjálfari Villareal, viðurkennir að Marcos Senna færist skrefinu nær Manchester United með dögunum sem líða. Sir Alex Ferguson vonast eftir öðrum miðjumanni í kjölfarið á kaupunum á Michael Carrick en hinn þrítugi Senna var í landsliði Spánverja á HM í sumar.

"Það er ekkert hundrað prósent ákveðið hvað Senna varðar. Ég skil að þetta er frábært tækifæri fyrir hann, en það yrði mikill missir fyrir okkur ef hann færi. Ég er ánægður fyrir hans hönd," sagði Pellegrini við Marca í gær en Senna sjálfur hefur látið út úr sér að hann sé ánægður hjá Villa­real, en skoði allt sem býðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×