Sport

Vinnubrögð Livingstone eru fáránleg

Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, er mjög ósáttur með vinnubrögð skoska 1. deildarliðsins Livingstone sem hefur gert þriggja ára samning við Colin Stewart. Markmaðurinn hefur leikið vel með Grindavíkingum í sumar og er samningsbundinn þeim til 1. september en Livingstone talaði ekki við Suðurnesjaliðið áður en þeir sömdu við Stewart.

"Þetta eru fáránleg vinnubrögð hjá atvinnumannaklúbbi. Það er mjög leiðinlegt að þetta skyldi gerast og ég ætla mér að tala við forráðamenn liðsins. Það gæti verið að hann spili með okkur áfram í ágúst þar sem hann er enn samningsbundinn okkur en við gætum líka gefið honum félagaskipti, það kemur í ljós," sagði Sigurður.

"Það hefur verið frábært að vinna með Colin, hann er frábær markmaður og frábær persónuleiki líka," bætti þjálfarinn við en líklegt er að Helgi Már Helgason verji mark Grindavíkinga út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×