Eldamennskan eins og jóga: Bleikja með mangó chutney 3. ágúst 2006 15:00 Kristin Arnar Stefánsson Þegar Kristinn er ekki að sjá um matinn í veiðiferðum eða elda á Rauðará þræðir hann veitingastaði borgarinnar, enda mikill matgæðingur. MYND/Hrönn Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti. Bleikja Uppskriftir Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti.
Bleikja Uppskriftir Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira