Breytir miklu fyrir farsímanotendur 26. júlí 2006 07:00 Með farsímann á lofti Lækkun á gjöldum fyrir farsíma skipta notendur miklu máli. MYND/AP Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008. Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008.
Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira