Breytir miklu fyrir farsímanotendur 26. júlí 2006 07:00 Með farsímann á lofti Lækkun á gjöldum fyrir farsíma skipta notendur miklu máli. MYND/AP Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008. Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008.
Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira