Tapaði síma og fermingarúri 21. júlí 2006 07:45 Bjarki Brynjarsson Nokkuð er um að þjófar láti greipar sópa í búningsklefum íþróttahúsa. Þótt íþróttamannvirki séu oft með mann á vakt er oft mikill umgangur um þau og erfitt fyrir vaktmenn að greina svörtu sauðina úr hópnum. Á meðan á knattspyrnuleik stóð milli Fjölnis og Vals í vikunni komst þjófur í búningsklefa Fjölnisheimilisins og hafði meðal annars þrjá GSM-síma af keppendum beggja liða. Bjarki Brynjarsson í Val tapaði GSM-síma og úri sem hann fékk í fermingargjöf. Hann segir að enginn vörður hafi verið sjáanlegur í kringum búningsklefana í Fjölnisheimilinu, sem sé oft reyndin þegar keppt sé þar. „Alltaf þegar við förum svona að keppa eru öll verðmæti sett í tösku og geymd hjá þjálfaranum en það var einhver misskilningur svo ég gerði það ekki í þetta sinn,“ segir hann. Lárus Grétarsson, þjálfari liðs Fjölnis sem keppti á móti Val í vikunni, staðfestir að tveir í liðinu hans hafi tapað símunum sínum á sama tíma og stolið var frá Bjarka. „Þetta gerist í öllum íþróttafélögum og mjög erfitt að eiga við þessa hluti. Þessir strákar eiga náttúrlega bara að taka dótið með sér út á völlinn þar sem við erum með tösku með okkur. Það er einföld leið til að koma í veg fyrir að stolið sé frá þeim,“ segir Lárus. Íþróttafulltrúi hjá Fjölni, Kristinn R. Jónsson, segir að alltaf séu menn á vakt í húsunum en svona mál komi samt upp. „Það er náttrulega svo mikill umgangur um húsið og erfitt að átta sig á því hver er að koma á æfingar og hverjir eru að gera eitthvað annað,“ segir Kristinn. Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Nokkuð er um að þjófar láti greipar sópa í búningsklefum íþróttahúsa. Þótt íþróttamannvirki séu oft með mann á vakt er oft mikill umgangur um þau og erfitt fyrir vaktmenn að greina svörtu sauðina úr hópnum. Á meðan á knattspyrnuleik stóð milli Fjölnis og Vals í vikunni komst þjófur í búningsklefa Fjölnisheimilisins og hafði meðal annars þrjá GSM-síma af keppendum beggja liða. Bjarki Brynjarsson í Val tapaði GSM-síma og úri sem hann fékk í fermingargjöf. Hann segir að enginn vörður hafi verið sjáanlegur í kringum búningsklefana í Fjölnisheimilinu, sem sé oft reyndin þegar keppt sé þar. „Alltaf þegar við förum svona að keppa eru öll verðmæti sett í tösku og geymd hjá þjálfaranum en það var einhver misskilningur svo ég gerði það ekki í þetta sinn,“ segir hann. Lárus Grétarsson, þjálfari liðs Fjölnis sem keppti á móti Val í vikunni, staðfestir að tveir í liðinu hans hafi tapað símunum sínum á sama tíma og stolið var frá Bjarka. „Þetta gerist í öllum íþróttafélögum og mjög erfitt að eiga við þessa hluti. Þessir strákar eiga náttúrlega bara að taka dótið með sér út á völlinn þar sem við erum með tösku með okkur. Það er einföld leið til að koma í veg fyrir að stolið sé frá þeim,“ segir Lárus. Íþróttafulltrúi hjá Fjölni, Kristinn R. Jónsson, segir að alltaf séu menn á vakt í húsunum en svona mál komi samt upp. „Það er náttrulega svo mikill umgangur um húsið og erfitt að átta sig á því hver er að koma á æfingar og hverjir eru að gera eitthvað annað,“ segir Kristinn.
Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira