Tapaði síma og fermingarúri 21. júlí 2006 07:45 Bjarki Brynjarsson Nokkuð er um að þjófar láti greipar sópa í búningsklefum íþróttahúsa. Þótt íþróttamannvirki séu oft með mann á vakt er oft mikill umgangur um þau og erfitt fyrir vaktmenn að greina svörtu sauðina úr hópnum. Á meðan á knattspyrnuleik stóð milli Fjölnis og Vals í vikunni komst þjófur í búningsklefa Fjölnisheimilisins og hafði meðal annars þrjá GSM-síma af keppendum beggja liða. Bjarki Brynjarsson í Val tapaði GSM-síma og úri sem hann fékk í fermingargjöf. Hann segir að enginn vörður hafi verið sjáanlegur í kringum búningsklefana í Fjölnisheimilinu, sem sé oft reyndin þegar keppt sé þar. „Alltaf þegar við förum svona að keppa eru öll verðmæti sett í tösku og geymd hjá þjálfaranum en það var einhver misskilningur svo ég gerði það ekki í þetta sinn,“ segir hann. Lárus Grétarsson, þjálfari liðs Fjölnis sem keppti á móti Val í vikunni, staðfestir að tveir í liðinu hans hafi tapað símunum sínum á sama tíma og stolið var frá Bjarka. „Þetta gerist í öllum íþróttafélögum og mjög erfitt að eiga við þessa hluti. Þessir strákar eiga náttúrlega bara að taka dótið með sér út á völlinn þar sem við erum með tösku með okkur. Það er einföld leið til að koma í veg fyrir að stolið sé frá þeim,“ segir Lárus. Íþróttafulltrúi hjá Fjölni, Kristinn R. Jónsson, segir að alltaf séu menn á vakt í húsunum en svona mál komi samt upp. „Það er náttrulega svo mikill umgangur um húsið og erfitt að átta sig á því hver er að koma á æfingar og hverjir eru að gera eitthvað annað,“ segir Kristinn. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Nokkuð er um að þjófar láti greipar sópa í búningsklefum íþróttahúsa. Þótt íþróttamannvirki séu oft með mann á vakt er oft mikill umgangur um þau og erfitt fyrir vaktmenn að greina svörtu sauðina úr hópnum. Á meðan á knattspyrnuleik stóð milli Fjölnis og Vals í vikunni komst þjófur í búningsklefa Fjölnisheimilisins og hafði meðal annars þrjá GSM-síma af keppendum beggja liða. Bjarki Brynjarsson í Val tapaði GSM-síma og úri sem hann fékk í fermingargjöf. Hann segir að enginn vörður hafi verið sjáanlegur í kringum búningsklefana í Fjölnisheimilinu, sem sé oft reyndin þegar keppt sé þar. „Alltaf þegar við förum svona að keppa eru öll verðmæti sett í tösku og geymd hjá þjálfaranum en það var einhver misskilningur svo ég gerði það ekki í þetta sinn,“ segir hann. Lárus Grétarsson, þjálfari liðs Fjölnis sem keppti á móti Val í vikunni, staðfestir að tveir í liðinu hans hafi tapað símunum sínum á sama tíma og stolið var frá Bjarka. „Þetta gerist í öllum íþróttafélögum og mjög erfitt að eiga við þessa hluti. Þessir strákar eiga náttúrlega bara að taka dótið með sér út á völlinn þar sem við erum með tösku með okkur. Það er einföld leið til að koma í veg fyrir að stolið sé frá þeim,“ segir Lárus. Íþróttafulltrúi hjá Fjölni, Kristinn R. Jónsson, segir að alltaf séu menn á vakt í húsunum en svona mál komi samt upp. „Það er náttrulega svo mikill umgangur um húsið og erfitt að átta sig á því hver er að koma á æfingar og hverjir eru að gera eitthvað annað,“ segir Kristinn.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira