Mafía skal hún heita 13. júlí 2006 00:01 Mig minnir, þótt þetta sé svolítið óljóst í minni mínu, að dómsmálaráðherrann hafi staðið þykkjuþungur í ræðustól Alþingis og sagt: Mafía er hún, og mafía skal hún heita. Þetta var einhvern tímann á árunum eftir 1970, ég bjó þá í útlöndum og fylgdist með málinu úr fjarlægð. Ráðherrann steig síðan út á tröppur alþingishússins, út fyrir þinghelgi, til þess var leikurinn gerður, og endurtók ummælin: Mafía er hún, og mafía skal hún heita. Hann átti við Vísismafíuna, sem hann nefndi svo, Þorsteinn Pálsson var þá ritstjóri Vísis, ef mig misminnir ekki, og þeir Vísismenn stefndu ráðherranum, hann var dæmdur fyrir meiðyrði og greiddi sektina, hún var ekki mjög há, án þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Þetta var Ólafur Jóhannesson, fyrrum lagaprófessor og forsætisráðherra. Það er talsverð fyrirhöfn að grafa upp skriflegar heimildir til að sannreyna þessa sögu. Það er þó hægt með því að fara á safn og fletta upp í dagblöðunum frá þessum tíma. Blöðin frá þessum árum eru ekki tiltæk á vefnum, ekki enn, og þau eru kannski ekki heldur að öllu leyti óbrigðular heimildir um mál sem þetta. Samt hefur Þjóðarbókhlaðan lyft Grettistaki undangengin ár með því að tölvutaka mikinn fjölda gamalla blaða og tímarita, svo að nú geta menn setið heima hjá sér eða hvar sem er og lesið aldamótablöðin, ég er að tala um aldamótin 1900, og ýmislegt fleira, en ýmis yngri blöð og tímarit vantar enn á vefinn. Það væri einnig hægt að fara í Héraðsdóm Reykjavíkur og biðja menn þar að grafa upp dóminn yfir dómsmálaráðherranum, en einnig það er umtalsverð fyrirhöfn. Og þá er ég kominn að efni þessa máls. Dómar í undirrétti ættu að réttu lagi að vera aðgengilegir á vefnum eins og dómar Hæstaréttar. Vefsetur Hæstaréttar er til fyrirmyndar: þar er án nokkurrar fyrirhafnar hægt að slá upp gengnum dómum mörg ár aftur í tímann. Málverkafölsunarmálið? Dómur Hæstaréttar birtist á skjánum eftir andartak. Dómarnir í kvótamálinu? Sama þar: þeir eru á sínum stað. Dómurinn í öryrkjamálinu? Sama saga. Öðru máli gegnir um vefsetur Héraðsdóms Reykjavíkur og annarra héraðsdómstóla. Þar eru birtir dómar aðeins nokkrar vikur aftur í tímann. Hvernig var hann aftur dómurinn gegn Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra? Fékk hann fjársekt eða ekki? (Svar: nei, hann var ekki sektaður, en ummæli hans voru dæmd dauð og ómerk.) Og hvernig var dómurinn gegn fyrrverandi aðstoðarmanni hans í forsætisráðuneytinu? Fékk hann fangelsisdóm eða ekki? (Svar: já, hann fékk auk annars óskilorðsbundinn fangelsisdóm.) Svörin innan sviga er ekki að finna á vefsetri Héraðsdóms Reykjavíkur, en þar ættu þau að vera. Og hvernig var hann aftur dómurinn yfir bankastarfsmanninum, sem sveik fé út úr Landsbankanum á viðreisnarárunum? Hverjir aðrir komu þar við sögu? Þannig gæti ég spurt of daginn, og upplýsingarnar eru sem sagt ekki aðgengilegar á vefsetri Héraðsdóms Reykjavíkur, enda þótt fallnir dómar séu opinberir úrskurðir og allir eigi jafnan rétt á að lesa þá. Í réttarríki eiga menn ekki að þurfa að velkjast í vafa um fallna dóma. Lögfræðingar eru sumir þeirrar skoðunar, að héraðsdómar hafi yfirleitt takmarkað heimildargildi, þar eð mikilvæg lögfræðileg álitamál í undirrétti komi oftast nær til kasta Hæstaréttar, og hæstaréttardómar eru aðgengilegir á vefnum. Við þessi rök er það að athuga, að sumir héraðsdómar eru svo skýrir og afdráttarlausir, að hinir dæmdu sjá sér ekki hag í að áfrýja þeim, eins og til dæmis dómarnir gegn ráðherrunum tveim, sem nefndir voru að framan. Hitt skiptir einnig máli, að héraðsdómstólar fella stundum vel smíðaða og merka dóma um ýmis mál, sem vert er að halda til haga, hvort sem slíkum dómum er áfrýjað til Hæstaréttar eða ekki. Allir hæstaréttardómar og valdir héraðsdómar í Svíþjóð eru birtir á vefnum, svo að dæmi sé tekið frá nálægu landi. Að öllu samanlögðu sýnist mér því rökrétt að hvetja Héraðsdóm Reykjavíkur og aðra dómstóla til að taka vefsetur Hæstaréttar sér til fyrirmyndar og birta gengna dóma aftur í tímann, helzt marga áratugi. Það kostar ekki mikið með nútímatækni. Það kemur ekki heldur að sök, þótt gagnslitlir dómar fljóti með inn á vefinn, því að nýjar leitarvélar gera það kleift að greina hismið frá kjarnanum á leifturhraða. Birting allra dóma á vefnum myndi greiða fyrir hollri umræðu um ýmis dómsmál frá fyrri tíð og þétta þjóðarsöguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Mig minnir, þótt þetta sé svolítið óljóst í minni mínu, að dómsmálaráðherrann hafi staðið þykkjuþungur í ræðustól Alþingis og sagt: Mafía er hún, og mafía skal hún heita. Þetta var einhvern tímann á árunum eftir 1970, ég bjó þá í útlöndum og fylgdist með málinu úr fjarlægð. Ráðherrann steig síðan út á tröppur alþingishússins, út fyrir þinghelgi, til þess var leikurinn gerður, og endurtók ummælin: Mafía er hún, og mafía skal hún heita. Hann átti við Vísismafíuna, sem hann nefndi svo, Þorsteinn Pálsson var þá ritstjóri Vísis, ef mig misminnir ekki, og þeir Vísismenn stefndu ráðherranum, hann var dæmdur fyrir meiðyrði og greiddi sektina, hún var ekki mjög há, án þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Þetta var Ólafur Jóhannesson, fyrrum lagaprófessor og forsætisráðherra. Það er talsverð fyrirhöfn að grafa upp skriflegar heimildir til að sannreyna þessa sögu. Það er þó hægt með því að fara á safn og fletta upp í dagblöðunum frá þessum tíma. Blöðin frá þessum árum eru ekki tiltæk á vefnum, ekki enn, og þau eru kannski ekki heldur að öllu leyti óbrigðular heimildir um mál sem þetta. Samt hefur Þjóðarbókhlaðan lyft Grettistaki undangengin ár með því að tölvutaka mikinn fjölda gamalla blaða og tímarita, svo að nú geta menn setið heima hjá sér eða hvar sem er og lesið aldamótablöðin, ég er að tala um aldamótin 1900, og ýmislegt fleira, en ýmis yngri blöð og tímarit vantar enn á vefinn. Það væri einnig hægt að fara í Héraðsdóm Reykjavíkur og biðja menn þar að grafa upp dóminn yfir dómsmálaráðherranum, en einnig það er umtalsverð fyrirhöfn. Og þá er ég kominn að efni þessa máls. Dómar í undirrétti ættu að réttu lagi að vera aðgengilegir á vefnum eins og dómar Hæstaréttar. Vefsetur Hæstaréttar er til fyrirmyndar: þar er án nokkurrar fyrirhafnar hægt að slá upp gengnum dómum mörg ár aftur í tímann. Málverkafölsunarmálið? Dómur Hæstaréttar birtist á skjánum eftir andartak. Dómarnir í kvótamálinu? Sama þar: þeir eru á sínum stað. Dómurinn í öryrkjamálinu? Sama saga. Öðru máli gegnir um vefsetur Héraðsdóms Reykjavíkur og annarra héraðsdómstóla. Þar eru birtir dómar aðeins nokkrar vikur aftur í tímann. Hvernig var hann aftur dómurinn gegn Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra? Fékk hann fjársekt eða ekki? (Svar: nei, hann var ekki sektaður, en ummæli hans voru dæmd dauð og ómerk.) Og hvernig var dómurinn gegn fyrrverandi aðstoðarmanni hans í forsætisráðuneytinu? Fékk hann fangelsisdóm eða ekki? (Svar: já, hann fékk auk annars óskilorðsbundinn fangelsisdóm.) Svörin innan sviga er ekki að finna á vefsetri Héraðsdóms Reykjavíkur, en þar ættu þau að vera. Og hvernig var hann aftur dómurinn yfir bankastarfsmanninum, sem sveik fé út úr Landsbankanum á viðreisnarárunum? Hverjir aðrir komu þar við sögu? Þannig gæti ég spurt of daginn, og upplýsingarnar eru sem sagt ekki aðgengilegar á vefsetri Héraðsdóms Reykjavíkur, enda þótt fallnir dómar séu opinberir úrskurðir og allir eigi jafnan rétt á að lesa þá. Í réttarríki eiga menn ekki að þurfa að velkjast í vafa um fallna dóma. Lögfræðingar eru sumir þeirrar skoðunar, að héraðsdómar hafi yfirleitt takmarkað heimildargildi, þar eð mikilvæg lögfræðileg álitamál í undirrétti komi oftast nær til kasta Hæstaréttar, og hæstaréttardómar eru aðgengilegir á vefnum. Við þessi rök er það að athuga, að sumir héraðsdómar eru svo skýrir og afdráttarlausir, að hinir dæmdu sjá sér ekki hag í að áfrýja þeim, eins og til dæmis dómarnir gegn ráðherrunum tveim, sem nefndir voru að framan. Hitt skiptir einnig máli, að héraðsdómstólar fella stundum vel smíðaða og merka dóma um ýmis mál, sem vert er að halda til haga, hvort sem slíkum dómum er áfrýjað til Hæstaréttar eða ekki. Allir hæstaréttardómar og valdir héraðsdómar í Svíþjóð eru birtir á vefnum, svo að dæmi sé tekið frá nálægu landi. Að öllu samanlögðu sýnist mér því rökrétt að hvetja Héraðsdóm Reykjavíkur og aðra dómstóla til að taka vefsetur Hæstaréttar sér til fyrirmyndar og birta gengna dóma aftur í tímann, helzt marga áratugi. Það kostar ekki mikið með nútímatækni. Það kemur ekki heldur að sök, þótt gagnslitlir dómar fljóti með inn á vefinn, því að nýjar leitarvélar gera það kleift að greina hismið frá kjarnanum á leifturhraða. Birting allra dóma á vefnum myndi greiða fyrir hollri umræðu um ýmis dómsmál frá fyrri tíð og þétta þjóðarsöguna.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun