ESB sektar Microsoft 12. júlí 2006 11:00 Bill Gates, stofnandi Microsoft. ESB hefur sektað hugbúnaðarrisann Microfsoft um tæpa 27 milljarða króna fyrir að framfylgja ekki samkeppnireglum innan Evrópusambandsins. Mynd/Reuters Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sektað bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft um 280,5 milljónir evra, jafnvirði 26,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki samkeppnislögum. Málið snýr að sölu á Windows stýrikerfi Microsoft í Evrópu en ESB komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að hugbúnaðarrisanum bæri að gefa samkeppnisaðilum sínum í álfunni upplýsingar um innviði stýrikerfisins svo þeir geti búið til hugbúnað sem vinni betur með stýrikerfinu. Stjórnendur Microsoft segja fyrirtækið hafa brugðist við ákvæðum ESB með viðunandi hætti. Hafi það upplýst samkeppnisaðilana um innviði stýrikerfisins í lotum og verði sú síðasta 18. júlí næstkomandi. En framkvæmdastjórn ESB er á öðru máli og greindi forsvarsmönnum Microsoft frá því í desember á síðasta ári að fyrirtækið myndi verða sektað um tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 191 milljónar íslenskra króna, á dag verði það ekki við ákvæðum sambandsins. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, gæti svo farið að sektin verði hækkuð um eina milljón evrur, tæpar 96 milljónir króna, á dag. Þá komst ESB jafnframt að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að Microsoft bæri að skilja spilarann Windows Media Player frá stýrikerfinu og sektaði fyrirtækið um 497 milljónir evra, jafnvirði rúmra 47,6 milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sektað bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft um 280,5 milljónir evra, jafnvirði 26,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki samkeppnislögum. Málið snýr að sölu á Windows stýrikerfi Microsoft í Evrópu en ESB komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að hugbúnaðarrisanum bæri að gefa samkeppnisaðilum sínum í álfunni upplýsingar um innviði stýrikerfisins svo þeir geti búið til hugbúnað sem vinni betur með stýrikerfinu. Stjórnendur Microsoft segja fyrirtækið hafa brugðist við ákvæðum ESB með viðunandi hætti. Hafi það upplýst samkeppnisaðilana um innviði stýrikerfisins í lotum og verði sú síðasta 18. júlí næstkomandi. En framkvæmdastjórn ESB er á öðru máli og greindi forsvarsmönnum Microsoft frá því í desember á síðasta ári að fyrirtækið myndi verða sektað um tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 191 milljónar íslenskra króna, á dag verði það ekki við ákvæðum sambandsins. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, gæti svo farið að sektin verði hækkuð um eina milljón evrur, tæpar 96 milljónir króna, á dag. Þá komst ESB jafnframt að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að Microsoft bæri að skilja spilarann Windows Media Player frá stýrikerfinu og sektaði fyrirtækið um 497 milljónir evra, jafnvirði rúmra 47,6 milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf