Sænskur handbolti á tímamótum í annað sinn á tveimur árum 19. júní 2006 11:30 linnéll búinn að vera? Ingemar Linnéll hefur náð hörmulegum árangri með sænska handboltalandsliðið frá því hann tók við af Bengt Johansson. Hann verður líklega rekinn áður en mánuðurinn er liðinn. MYND/getty images Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heimsmeistarakeppni. Sænskur handbolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykilmenn liðsins eru á síðasta snúningi. Handbolti Svía hefur því ekki staðið jafn illa í áratugi og hefur í raun náð botninum að mati marga Svía og nú er kominn tími á nýja uppbyggingu. Stefan Lövgren fyrirliði og markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel eru allir að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna og hleypa yngri mönnum að enda er langt í að Svíar spili aftur á stórmóti. EM í Noregi 2008 er þeirra besti möguleiki. Lövgren er 36 ára en markvarðaparið er á sama aldri eða 38 ára. Ljubomir Vranjes er ekki á sömu skoðun og er harðákveðinn í því að spila áfram með landsliðinu. Það var árið 2004 sem sænskur handbolti stóð einnig á tímamótum en þá lét hinn goðsagnakenndi Bengt Johansson af þjálfun landsliðsins og kempur á borð við Wislander og Staffan Olsson hættu að leika með liðinu. Þetta magnaða lið var á toppi handboltaheimsins í rúman áratug og vann allt nema ólympíugull. Nú eru svo sannarlega breyttir tímar hjá Svíum í dag og í raun er sænskur handbolti aftur á tímamótum. Endurnýjunin hefur ekki gengið sem skyldi undir stjórn Ingemars Linnéll og afrekaskrá hans er vægast sagt bágborin. Svíar enduðu í 11. sæti á HM í Túnis, töpuðu fyrir Pólverjum í umspili fyrir EM í Sviss og svo núna fyrir Íslandi í umspili um sæti á HM í Þýskalandi. Þetta er árangur sem Svíar eiga erfitt með að sætta sig við eftir að hafa verið orðnir mjög góðu vanir. Sænska handknattleikssambandið getur sagt upp samningi sínum við Linnéll til 30. júní og gamla kempan Magnus Wislander er á meðal þeirra sem vilja sjá Linnéll hverfa á braut. Sjálfur sagði Linnéll lítið annað við sænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi en að hann væri að hugsa sinn gang. Sænskir handknattleiksstuðningsmenn eru flestir búnir að missa þolinmæðina gagnvart Linnéll og má mikið vera ef hann heldur starfi sínu. Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heimsmeistarakeppni. Sænskur handbolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykilmenn liðsins eru á síðasta snúningi. Handbolti Svía hefur því ekki staðið jafn illa í áratugi og hefur í raun náð botninum að mati marga Svía og nú er kominn tími á nýja uppbyggingu. Stefan Lövgren fyrirliði og markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel eru allir að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna og hleypa yngri mönnum að enda er langt í að Svíar spili aftur á stórmóti. EM í Noregi 2008 er þeirra besti möguleiki. Lövgren er 36 ára en markvarðaparið er á sama aldri eða 38 ára. Ljubomir Vranjes er ekki á sömu skoðun og er harðákveðinn í því að spila áfram með landsliðinu. Það var árið 2004 sem sænskur handbolti stóð einnig á tímamótum en þá lét hinn goðsagnakenndi Bengt Johansson af þjálfun landsliðsins og kempur á borð við Wislander og Staffan Olsson hættu að leika með liðinu. Þetta magnaða lið var á toppi handboltaheimsins í rúman áratug og vann allt nema ólympíugull. Nú eru svo sannarlega breyttir tímar hjá Svíum í dag og í raun er sænskur handbolti aftur á tímamótum. Endurnýjunin hefur ekki gengið sem skyldi undir stjórn Ingemars Linnéll og afrekaskrá hans er vægast sagt bágborin. Svíar enduðu í 11. sæti á HM í Túnis, töpuðu fyrir Pólverjum í umspili fyrir EM í Sviss og svo núna fyrir Íslandi í umspili um sæti á HM í Þýskalandi. Þetta er árangur sem Svíar eiga erfitt með að sætta sig við eftir að hafa verið orðnir mjög góðu vanir. Sænska handknattleikssambandið getur sagt upp samningi sínum við Linnéll til 30. júní og gamla kempan Magnus Wislander er á meðal þeirra sem vilja sjá Linnéll hverfa á braut. Sjálfur sagði Linnéll lítið annað við sænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi en að hann væri að hugsa sinn gang. Sænskir handknattleiksstuðningsmenn eru flestir búnir að missa þolinmæðina gagnvart Linnéll og má mikið vera ef hann heldur starfi sínu.
Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira