Sport

Jafntefli í blóðugri orrustu

rautt Úrugvæski dómarinn Jorge Larrionda hafði í nógu að snúast.
rautt Úrugvæski dómarinn Jorge Larrionda hafði í nógu að snúast. MYND/nordicphotos/afp

Það var allt vitlaust í leik Ítala og Bandaríkjamanna á HM í Þýskalandi í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alberto Gilardino kom Ítölum yfir eftir 23. mínútur en Bandaríkjamenn jöfnuðu nokkrum mínútum síðar þegar Cristian Zaccardo skoraði einkar klaufalegt sjálfsmark.

Þrír menn voru reknir útaf í leiknum. Fyrstur til að fjúka af velli var Daniele De Rossi sem gaf Brian McBride ljótt olnbogaskot, þá var það Bandaríkjamaðurinn Pablo Mastraono sem fékk einnig beint rautt spjald fyrir ljótt brot og síðastur var það Eddie Pope sem fékk sitt annað gula spjald í upphafi síðari hálfleiks.

Báðir markverðirnir þurftu að vera á tánum allan tímann í einum dramatískasta leik HM í sumar til þessa en jafntefli varð að lokum niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×