Sport

Ég er orðinn að hetju í Ghana

stemmning Steven Appiah var í góðu skapi eftir leikinn en leikmenn Ghana fögnuðu sem óðir væru eftir leikinn.
stemmning Steven Appiah var í góðu skapi eftir leikinn en leikmenn Ghana fögnuðu sem óðir væru eftir leikinn. MYND/nordicphotos/afp

Það er allt opið í E-riðli á HM eftir 2-0 sigur Ghana á Tékkum í gær. Asamoah Gyan skoraði sneggsta mark HM í Þýskalandi til þessa eftir eina mínútu og átta sekúndur en hann brenndi auk þess af vítaspyrnu í leiknum sem markar endalok níu sigra Tékka í öllum keppnum.

Sulley Muntari kláraði leikinn undir lokin en Petr Cech hafði í nógu að snúast í Tékkneska markinu. "Sem þjálfari er maður alltaf með dótið sitt í töskunum, tilbúinn til að halda heim á leið. Það er hluti af starfinu og í Afríku snýst þetta um miklar tilfinningar. Ef kóngurinn deyr kemur nýr kóngur en nú er ég orðinn að hetju í Ghana," sagði Ratomir Dujkovic, þjálfari Ghana eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×