Sport

Fimm heimsklassaleikmenn berjast um þrjár stöður í liði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki öfundsvert hlutverk hjá Barcelona þegar kemur að því að berjast um sæti í byrjunarliðinu. Eiður greindi frá því á blaðamannafundi sínum á föstudaginn að Frank Rijkaard sæi hann fyrir sér framar á vellinum en hjá Chelsea spilaði Eiður á miðjunni undir lokin.

"Rijkaard sér mig fyrir sér framar á vellinum en ég spilaði undir lokin hjá Chelsea og tók það skýrt fram. Hann sagði mér að hann væri með fimm leikmenn sem væru að berjast um þrjár stöður, Ronaldinho, Samuel Eto"o, Lionel Messi, Ludovic Giuly og mig. Þetta eru ágætis nöfn til að blanda sér í," sagði Eiður og brosti breitt.

"Rijkaard gerði mér grein fyrir því að ég myndi ekki labba beint inn í byrjunarliðið en tók það fram að allir fengu sín tækifæri. Það var í raun það eina sem ég þurfti að heyra frá honum. Í stórklúbbum í dag kemst maður ekki hjá því að lenda í samkeppni, ég kem til Barcelona frá stórklúbbi þar sem samkeppnin var mikil og ég er alveg tilbúinn til að takast á við hana aftur," sagði Eiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×