Við kjósum í dag 27. maí 2006 00:01 Í dag er gengið til kosninga. Auðvitað væri freistandi að nota tækifærið og hvetja lesendur til að kjósa rétt. Kjósa eins og ég. Ætli það sé ekki nokkuð ljóst hvern ég styð. En ég féll ekki fyrir þessari freistingu. Mér finnst ekki viðeigandi að ryðjast inn á ykkur, lesendur góðir, með áróðri, þegar kjördagur er runninn upp og svo er lika hitt að sjálfsagt mundi enginn taka mark á mér og kannske eru þið öll búin að gera upp hug ykkar og ég get engu breytt um afstöðu fólks sem er nú þegar harðákveðið hvernig það ætlar að ráðstafa atkvæði sínu. Það er í rauninni með ólíkindum hvað lagt er í málatilbúnað, auglýsingar, fundahöld og áróður hjá öllum flokkum, þegar það er haft í huga, að langflestir kjósendur eru fyrirfram ákveðnir og hvorki loforð, lausnir né lóðarí frambjóðenda breyta þar neinu um. Frambjóðendur geta talað af sér, lofað upp í ermina á sér, drukkið sig fulla, ekið á ljósastaura eða bullað út og suður, án þess að það haggi hinum staðfasta kjósenda: ég er sjálfstæðismaður, ég er vinstri grænn, ég er jafnaðarmaður segir hinn tryggi fylgismaður og kjósandi, sama hvað á gengur og krossar svo við sinn flokk, þegar í kjörklefann er komið. Ég man eftir því í árdaga, þegar ég vann á kosningaskrifstofu fyrir minn gamla flokk, að aðalvinnan var fólgin í því að merkja kjósendur í næsta húsi, í hverfinu, á vinnustaðnum og sjá svo um að koma þessu réttrúnaðarfólki á kjörstað. Og þá var nóg að vita hvar fjölskyldufaðirinn stóð í pólitikinni. Það var jafnan gengið út frá því að eiginkonan, börnin, já fjölskyldan öll stæði og sæti eins og húsbóndinn gerði og segði til um og sjálfsagt var það rétt mat. Eitthvað hafa þessi tryggðarbönd flosnað upp ef maður gefur sér að jafnréttisbaráttan hafi skilað einhverjum árangri, en er það ekki makalaust hvað flokkshollusta gengur í erfðir, hvernig maður fram af manni, kynslóð eftir kynslóð, fetar í fótspor feðra sinna og fylgi flokkanna skilar sér í nokkurnveginn sömu prósentunum, kosningar eftir kosningar? Og það þrátt fyrir allan áróðurinn og auglýsingaflóðið. Hvern er verið að blekkja? Hverja er verið að tala við? Eða er þetta friðþægingarárátta gagnvart sjálfum sér? Gerðu eitthvað maður, vertu sýnilegur, ræddu við kjósendur segja spunameistararnir og frambjóðendur fara á taugum og hamast við að bjóða allt sitt gull og alla sína grænu skóga, sundabrautir í stokk, flugvöll út í sjó, ókeypis leikskóla, ókeypis allt, bara ef þú kýst mig. Sem maður gerir auðvitað, hvort sem er, hvað sem á gengur, því þetta er minn flokkur og þetta var flokkurinn hans pabba og flokkurinn sem börnin mín kjósa, þegar þau verða stór. Æ, ég veit það ekki, fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Jú, það eru víst einhverjir óákveðnir kjósendur til í þessu landi, eftir því sem skoðanakannanir benda til, einhverjir sem ekki eru flokksbundnir, einhverjir landlausir hringhugar, sem skipta um lit og flokk, af því að þeir hafa ekki fengið rétt uppeldi og enga pólitíska fótfestu að erfðum. Verst er að það er oftast vegna þess að þeir hafa engann áhuga á stjórnmálum eða kosningum og hlusta bara ekki neitt. Og kjósa víst ekki heldur. En svona er lýðræðið og við erum öll þátttakendur í þessu sjónarspili og vissulega má ekki gera lítið úr gildi þeirra mannréttinda að fá að kjósa og velja þannig þá einstaklinga og þá flokka, sem við treystum best. Jafnvel þótt við vitum úrslitin fyrirfram. Og svo snýst þetta vitaskuld um völd. Pólitík er barátta um völd. Heilir stjórnmálaflokkar geta jafnvel dagað uppi með sín úreltu viðhorf, en lifað engu að síður sjálfa sig, í krafti þeirra hagsmunatengsla sem hafa orðið til í krafti valdsins. Og það getur enginn bannað þeim að halda lífi, meðan kjósandinn ljær þeim atkvæði sitt til að vernda þá hagsmuni sína sem felast í því að flokkurinn heldur völdum. Sem hefur ekkert með öll loforðin að gera og ekkert með hugsjónir að gera, heldur bara hitt, að eiga góða að. Við skulum samt vona að einhver hugsi sig um, að þetta sé ekki allt til einskis og þessir nokkur þúsund kjósendur, sem segjast vera óákveðnir, láti ekki kylfu ráða kasti, heldur láti hjartað og sannfæringuna og dómgreindina ráða för. Og bjargi því að kosninganóttin verði spennandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í dag er gengið til kosninga. Auðvitað væri freistandi að nota tækifærið og hvetja lesendur til að kjósa rétt. Kjósa eins og ég. Ætli það sé ekki nokkuð ljóst hvern ég styð. En ég féll ekki fyrir þessari freistingu. Mér finnst ekki viðeigandi að ryðjast inn á ykkur, lesendur góðir, með áróðri, þegar kjördagur er runninn upp og svo er lika hitt að sjálfsagt mundi enginn taka mark á mér og kannske eru þið öll búin að gera upp hug ykkar og ég get engu breytt um afstöðu fólks sem er nú þegar harðákveðið hvernig það ætlar að ráðstafa atkvæði sínu. Það er í rauninni með ólíkindum hvað lagt er í málatilbúnað, auglýsingar, fundahöld og áróður hjá öllum flokkum, þegar það er haft í huga, að langflestir kjósendur eru fyrirfram ákveðnir og hvorki loforð, lausnir né lóðarí frambjóðenda breyta þar neinu um. Frambjóðendur geta talað af sér, lofað upp í ermina á sér, drukkið sig fulla, ekið á ljósastaura eða bullað út og suður, án þess að það haggi hinum staðfasta kjósenda: ég er sjálfstæðismaður, ég er vinstri grænn, ég er jafnaðarmaður segir hinn tryggi fylgismaður og kjósandi, sama hvað á gengur og krossar svo við sinn flokk, þegar í kjörklefann er komið. Ég man eftir því í árdaga, þegar ég vann á kosningaskrifstofu fyrir minn gamla flokk, að aðalvinnan var fólgin í því að merkja kjósendur í næsta húsi, í hverfinu, á vinnustaðnum og sjá svo um að koma þessu réttrúnaðarfólki á kjörstað. Og þá var nóg að vita hvar fjölskyldufaðirinn stóð í pólitikinni. Það var jafnan gengið út frá því að eiginkonan, börnin, já fjölskyldan öll stæði og sæti eins og húsbóndinn gerði og segði til um og sjálfsagt var það rétt mat. Eitthvað hafa þessi tryggðarbönd flosnað upp ef maður gefur sér að jafnréttisbaráttan hafi skilað einhverjum árangri, en er það ekki makalaust hvað flokkshollusta gengur í erfðir, hvernig maður fram af manni, kynslóð eftir kynslóð, fetar í fótspor feðra sinna og fylgi flokkanna skilar sér í nokkurnveginn sömu prósentunum, kosningar eftir kosningar? Og það þrátt fyrir allan áróðurinn og auglýsingaflóðið. Hvern er verið að blekkja? Hverja er verið að tala við? Eða er þetta friðþægingarárátta gagnvart sjálfum sér? Gerðu eitthvað maður, vertu sýnilegur, ræddu við kjósendur segja spunameistararnir og frambjóðendur fara á taugum og hamast við að bjóða allt sitt gull og alla sína grænu skóga, sundabrautir í stokk, flugvöll út í sjó, ókeypis leikskóla, ókeypis allt, bara ef þú kýst mig. Sem maður gerir auðvitað, hvort sem er, hvað sem á gengur, því þetta er minn flokkur og þetta var flokkurinn hans pabba og flokkurinn sem börnin mín kjósa, þegar þau verða stór. Æ, ég veit það ekki, fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Jú, það eru víst einhverjir óákveðnir kjósendur til í þessu landi, eftir því sem skoðanakannanir benda til, einhverjir sem ekki eru flokksbundnir, einhverjir landlausir hringhugar, sem skipta um lit og flokk, af því að þeir hafa ekki fengið rétt uppeldi og enga pólitíska fótfestu að erfðum. Verst er að það er oftast vegna þess að þeir hafa engann áhuga á stjórnmálum eða kosningum og hlusta bara ekki neitt. Og kjósa víst ekki heldur. En svona er lýðræðið og við erum öll þátttakendur í þessu sjónarspili og vissulega má ekki gera lítið úr gildi þeirra mannréttinda að fá að kjósa og velja þannig þá einstaklinga og þá flokka, sem við treystum best. Jafnvel þótt við vitum úrslitin fyrirfram. Og svo snýst þetta vitaskuld um völd. Pólitík er barátta um völd. Heilir stjórnmálaflokkar geta jafnvel dagað uppi með sín úreltu viðhorf, en lifað engu að síður sjálfa sig, í krafti þeirra hagsmunatengsla sem hafa orðið til í krafti valdsins. Og það getur enginn bannað þeim að halda lífi, meðan kjósandinn ljær þeim atkvæði sitt til að vernda þá hagsmuni sína sem felast í því að flokkurinn heldur völdum. Sem hefur ekkert með öll loforðin að gera og ekkert með hugsjónir að gera, heldur bara hitt, að eiga góða að. Við skulum samt vona að einhver hugsi sig um, að þetta sé ekki allt til einskis og þessir nokkur þúsund kjósendur, sem segjast vera óákveðnir, láti ekki kylfu ráða kasti, heldur láti hjartað og sannfæringuna og dómgreindina ráða för. Og bjargi því að kosninganóttin verði spennandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun