Yfir til þín: Brüssel! 17. maí 2006 00:01 Um nokkurra ára skeið var ég starfsmaður verkalýðshreyfingarinnar. Ég veitti því fljótlega athygli að á þingum, ráðstefnum og fundum í æðstu stjórn hreyfingarinnar settu ýmsir menn á langar ræður um margvísleg efni en vöruðust að setja hugmyndir sínar fram í tillöguformi og láta þannig reyna á hvern hljómgrunn þær fengju. Heimkomnir skýrðu þeir fylgismönnum sínum frá því að þeir hefðu svo sannarlega komið þessum hugmyndum á framfæri "fyrir sunnan," en ekki verið á þær hlustað af ráðamönnum þar. Síðar komst ég að raun um að þingmenn beittu gjarnan sömu aðferð. Þeir voru atkvæðamiklir í ræðustóli á mannþingum flokka sinna, jafnvel þingflokksfundum, en vöruðust að klæða hugmyndir sínar í tillöguform og láta bera þær undir atkvæði. Á heimavelli sögðust þeir vissulega hafa komið áhugamálum kjósenda sinna á framfæri, en "Reykjavíkurvaldið" hefði gersamlega hundsað þær og hindrað framgang þeirra. Síðan báðu þeir um endurnýjaðan stuðning í baráttu sinni við Reykjavíkurvaldið! Löngu seinna las ég grein í ensku tímariti um þá aðferð stjórnmálamanna í mörgum Evrópuríkjum, jafnvel manna úr þeim flokkum sem með völdin fóru hverju sinni, að varpa sökinni af öllu því sem miður fer á Brüssel: Jú, jú, við vildum svo gjarnan gera þetta eða hitt til hagsbóta fyrir land vort og þjóð. En ég hef talað fyrir daufum eyrum skriffinnanna í Brüssel, og fáránlegar reglugerðir þeirra koma í veg fyrir að við getum tekið ákvarðanir af þessu tagi á okkar þjóðþingi eða í okkar ríkisstjórn. Þessir menn eru á harðaflótta undan ábyrgð. Þeir vilja gjarnan eigna sér vinsæl mál, vera í sviðsljósinu með fræga og ríka fólkinu, klippa á borða við vígslu mannvirkja, vega, brúa, hafna, skóla, spítala og annarra heilsustofnana. Láta eigna sér framtak og framfarir, fulla atvinnu og hagvöxt. En þeir vilja ekki þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir, heldur geta kennt öðrum um, ef ekki óprúttnum andstæðingum, þá miðstjórnarvaldinu, Reykjavíkurvaldinu, skriffinnunum í Brüssel: Ekki benda á mig! Í greininni í enska tímaritinu var hins vegar bent á að skerfur Evrópubandalagsins og skriffinnskubáknsins í Brüssel af samanlögðum fjárlögum aðildarríkjanna er innan við tvö prósent og að meira en helmingi þess fjár er varið til styrkja við landbúnað og fiskveiðar. Evrópubandalagið kann að vera atkvæðamikið í setningu hvers konar reglugerða á sviði félagsmála og viðskipta. Stundum er haft á orði að um eða yfir áttatíu prósent af viðfangsefnum löggjafarþinga sé ættað frá Brüssel. Meðal annars setur það aðildarþjóðunum þau markmið að halli á fjárlögum fari ekki yfir þrjú prósent og að ríkisstjórnir hemji verðbólgu innan skikkanlegra marka. En það þýðir einmitt - og það vill oft gleymast í umræðunni - að hagstjórnin er í höndum ríkisstjórna aðildarríkjanna, þar hafa þær frjálsar hendur og geta engum um kennt nema sjálfum sér ef illa fer. Lýðskrumarinn Berlusconi reyndi nýlega að nota það trikk í kosningabaráttunni að kenna Brüssel og evrunni um slælegt gengi ítalska hagkerfisins í fimm ára stjórnartíð hans og lét suma fylgismenn sína koma þeirri hugmynd á flot að taka aftur upp líruna, sem var eins og kunnugt er einhver óstöðugasti gjaldmiðill í heimi. Samt er ítalska hagkerfið meðal þeirra tíu stærstu í heiminum, þannig að ekki verður óstöðugleiki lírunnar á sínum tíma skýrður með smæð þess, heldur einungis lélegri hagstjórn. Sveiflur í gengi íslenskrar krónu eru heldur ekki innbyggður eiginleiki, sem við verðum að sætta okkur við vegna smæðar íslenska hagkerfisins. Gengi krónunnar er einfaldlega mælikvarði á íslenska hagstjórn. Það er engin lausn á vanda okkar að taka upp annan mælikvarða, styrkan gjaldmiðil eins og evru eða svissneskan franka. Vandamálin halda áfram að vera til staðar og hrannast upp. Undirrótin er sú að til engra mótvægisaðgerða í ríkisfjármálum var gripið samfara Kárahnjúkavirkjun og álversframkvæmdum. Þvert á móti hafa ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar hellt olíu á eldinn með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi, svo sem samkeppni við bankana með hækkun húsnæðislána og lækkun vaxta á þeim auk boðaðra stórframkvæmda á vegum ríkisins mörg ár fram í tímann, svo fátt eitt sé talið. Sá vandi verður ekki færður yfir á Brüssel. Hann er heimatilbúinn og verður einungis leystur hér heima og það eitt er víst að það verður ekki gert með því að leggja nú niður íslenska krónu og Seðlabanka og færa allt traust sitt yfir á evru og Brüssel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Um nokkurra ára skeið var ég starfsmaður verkalýðshreyfingarinnar. Ég veitti því fljótlega athygli að á þingum, ráðstefnum og fundum í æðstu stjórn hreyfingarinnar settu ýmsir menn á langar ræður um margvísleg efni en vöruðust að setja hugmyndir sínar fram í tillöguformi og láta þannig reyna á hvern hljómgrunn þær fengju. Heimkomnir skýrðu þeir fylgismönnum sínum frá því að þeir hefðu svo sannarlega komið þessum hugmyndum á framfæri "fyrir sunnan," en ekki verið á þær hlustað af ráðamönnum þar. Síðar komst ég að raun um að þingmenn beittu gjarnan sömu aðferð. Þeir voru atkvæðamiklir í ræðustóli á mannþingum flokka sinna, jafnvel þingflokksfundum, en vöruðust að klæða hugmyndir sínar í tillöguform og láta bera þær undir atkvæði. Á heimavelli sögðust þeir vissulega hafa komið áhugamálum kjósenda sinna á framfæri, en "Reykjavíkurvaldið" hefði gersamlega hundsað þær og hindrað framgang þeirra. Síðan báðu þeir um endurnýjaðan stuðning í baráttu sinni við Reykjavíkurvaldið! Löngu seinna las ég grein í ensku tímariti um þá aðferð stjórnmálamanna í mörgum Evrópuríkjum, jafnvel manna úr þeim flokkum sem með völdin fóru hverju sinni, að varpa sökinni af öllu því sem miður fer á Brüssel: Jú, jú, við vildum svo gjarnan gera þetta eða hitt til hagsbóta fyrir land vort og þjóð. En ég hef talað fyrir daufum eyrum skriffinnanna í Brüssel, og fáránlegar reglugerðir þeirra koma í veg fyrir að við getum tekið ákvarðanir af þessu tagi á okkar þjóðþingi eða í okkar ríkisstjórn. Þessir menn eru á harðaflótta undan ábyrgð. Þeir vilja gjarnan eigna sér vinsæl mál, vera í sviðsljósinu með fræga og ríka fólkinu, klippa á borða við vígslu mannvirkja, vega, brúa, hafna, skóla, spítala og annarra heilsustofnana. Láta eigna sér framtak og framfarir, fulla atvinnu og hagvöxt. En þeir vilja ekki þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir, heldur geta kennt öðrum um, ef ekki óprúttnum andstæðingum, þá miðstjórnarvaldinu, Reykjavíkurvaldinu, skriffinnunum í Brüssel: Ekki benda á mig! Í greininni í enska tímaritinu var hins vegar bent á að skerfur Evrópubandalagsins og skriffinnskubáknsins í Brüssel af samanlögðum fjárlögum aðildarríkjanna er innan við tvö prósent og að meira en helmingi þess fjár er varið til styrkja við landbúnað og fiskveiðar. Evrópubandalagið kann að vera atkvæðamikið í setningu hvers konar reglugerða á sviði félagsmála og viðskipta. Stundum er haft á orði að um eða yfir áttatíu prósent af viðfangsefnum löggjafarþinga sé ættað frá Brüssel. Meðal annars setur það aðildarþjóðunum þau markmið að halli á fjárlögum fari ekki yfir þrjú prósent og að ríkisstjórnir hemji verðbólgu innan skikkanlegra marka. En það þýðir einmitt - og það vill oft gleymast í umræðunni - að hagstjórnin er í höndum ríkisstjórna aðildarríkjanna, þar hafa þær frjálsar hendur og geta engum um kennt nema sjálfum sér ef illa fer. Lýðskrumarinn Berlusconi reyndi nýlega að nota það trikk í kosningabaráttunni að kenna Brüssel og evrunni um slælegt gengi ítalska hagkerfisins í fimm ára stjórnartíð hans og lét suma fylgismenn sína koma þeirri hugmynd á flot að taka aftur upp líruna, sem var eins og kunnugt er einhver óstöðugasti gjaldmiðill í heimi. Samt er ítalska hagkerfið meðal þeirra tíu stærstu í heiminum, þannig að ekki verður óstöðugleiki lírunnar á sínum tíma skýrður með smæð þess, heldur einungis lélegri hagstjórn. Sveiflur í gengi íslenskrar krónu eru heldur ekki innbyggður eiginleiki, sem við verðum að sætta okkur við vegna smæðar íslenska hagkerfisins. Gengi krónunnar er einfaldlega mælikvarði á íslenska hagstjórn. Það er engin lausn á vanda okkar að taka upp annan mælikvarða, styrkan gjaldmiðil eins og evru eða svissneskan franka. Vandamálin halda áfram að vera til staðar og hrannast upp. Undirrótin er sú að til engra mótvægisaðgerða í ríkisfjármálum var gripið samfara Kárahnjúkavirkjun og álversframkvæmdum. Þvert á móti hafa ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar hellt olíu á eldinn með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi, svo sem samkeppni við bankana með hækkun húsnæðislána og lækkun vaxta á þeim auk boðaðra stórframkvæmda á vegum ríkisins mörg ár fram í tímann, svo fátt eitt sé talið. Sá vandi verður ekki færður yfir á Brüssel. Hann er heimatilbúinn og verður einungis leystur hér heima og það eitt er víst að það verður ekki gert með því að leggja nú niður íslenska krónu og Seðlabanka og færa allt traust sitt yfir á evru og Brüssel.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun