Vinátta og hagsmunir 31. mars 2006 00:01 Þrír bandarískir fræðimenn hafa sett fram fróðlegar kenningar um þá heimsmynd, sem draga megi upp eftir hrun kommúnismans. Francis Fukuyama taldi, að runninn væri upp tími alþjóðlegs kapítalisma, lýðræðis og frjáls markaðar, þar sem verkefnið væri að sinna þörf einstaklinga og þjóða til viðurkenningar, bjóða þá velkomna í hópinn. Eitthvað er til í hugmynd hans, en hnattvæðingin sætir harðri andstöðu. Áhrifamiklir hópar vilja ekki taka upp vestræna siði. Þetta varð Samuel Huntington að umræðuefni. Hann er þeirrar skoðunar, að átökum um meginatriði sé ekki lokið, en þau standi ekki lengur milli kommúnisma og kapítalisma, heldur menningarheilda og trúarbragða. Þótt hann velji orð sín varlega, er ljóst, að hann telur aðallega stafa hættu af öfgafullum múslimum. Margir hafa tekið undir með honum eftir árásir hryðjuverkamanna á New York og Washington 11. september 2001. Sumir hópar hata vestræna siði og vilja ekki aðeins forðast þá sjálfir, heldur taka af okkur réttinn til að halda þeim. Robert Kagan heldur því fram, að leiðir hafi skilið síðustu áratugi með Bandaríkjunum og Evrópulöndum, Bandaríkin búi yfir miklum hernaðarmætti og séu raunsæ og herská. Evrópulöndin séu veikburða og þess vegna óraunsæ. Þau hafi oftrú á fundum og samningum til lausnar málum. Það er að minnsta kosti víst, að hryðjuverkamennirnir, sem réðust á Bandaríkin 11. september, voru ekki að biðja um fund, eins og Davíð Oddsson benti einmitt á. En hafa Bandaríkin ef til vill fulllitla trú á fundum? Orð eru til alls fyrst. Heimurinn býr yfir miklum möguleikum, eins og Fukuyama segir. Hann er líka hættulegur, eins og Huntington brýnir fyrir okkur. Íslendingar urðu fyrir verulegu áfalli á dögunum, þegar Bandaríkjastjórn tilkynnti einhliða, að hún hygðist kalla varnarliðið á brott og skilja Ísland eftir varnarlaust. Ég er ekki viss um, að Bandaríkjastjórn hafi gert sér grein fyrir, hversu mikil vonbrigði þetta hljóta að vera þeim Íslendingum, sem hafa stutt Bandaríkin eindregið. Jafngildir þetta uppsögn varnarsamningsins? Auðvitað hljóta Bandaríkin að miða við eigin hagsmuni, þegar þau marka utanríkisstefnu sína. Ríki eiga ekki vini, heldur hafa þau hagsmuni. Og ríki eru bandamenn, þegar hagsmunir fara saman. En hagsmunir Bandaríkjanna til langs tíma eru þeir að eiga öfluga bandamenn á Norður-Atlantshafi. Eðlilegt er að eyjarnar þrjár undan meginlandi Evrópu séu í sérstöku sambandi við Bandaríkin: Írland vegna sögulegra tengsla, Stóra-Bretland af gamalli hefð og Ísland, vegna þess að héðan sér yfir allt Norður-Atlantshafið. Þessar þrjár eyþjóðir eru líka vinveittari Bandaríkjunum en meginlandsþjóðirnar. Þungur hrammur Hitlers, Stalíns og Napóleons náði ekki til þeirra. Varnarsamningurinn frá 1951 reyndist báðum þjóðum vel. Mestu máli skipti auðvitað, að herstöðin á Miðnesheiði var ómissandi hlekkur í þeirri öflugu varnarkeðju Vesturveldanna, sem hélt Kremlverjum í skefjum. En ábyrgir íslenskir ráðamenn færðu miklar fórnir með því að láta land undir herstöð skömmu eftir lýðveldisstofnun, þegar þjóðerniskennd var hér sterk. Bandaríkjastjórn lagði líka sitt af mörkum bak við tjöldin til að afla útfærslu fiskveiðilögsögunnar alþjóðlegrar viðurkenningar. Þótt einstakir íslenskir stjórnmálamenn eins og Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafi með heimskulegu tali reynt að spilla samstarfi þjóðanna tveggja, hefur það verið undantekning, ekki regla. Heimurinn er ekki hættulaus. Hvað myndi gerast, væru hér engar varnir og fámennur hópur öfgafullra múslima vildi refsa Íslendingum fyrir skopmyndir af Múhameð spámanni? Þeir gætu rænt flugvél í Amsterdam, flogið hingað og gert margvíslegan óskunda, áður en Atlantshafsbandalagið fengi brugðist við. Íslendingar þurfa á varnarsamstarfi við Bandaríkin að halda. En þótt Bandaríkjamenn séu öflugir, eins og Kagan heldur fram, geta þeir ekki allt einir. Hver veit, hvenær þeir þurfa einhverja aðstöðu á Íslandi fyrir ófyrirsjáanlega rás viðburða? Óskar Wilde sagði eins og frægt er, að Íslendingar hefðu fundið Ameríku árið 1000, en haft vit á því að týna henni aftur. Við skulum vona, að Bandaríkjamenn hafi ekki týnt Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þrír bandarískir fræðimenn hafa sett fram fróðlegar kenningar um þá heimsmynd, sem draga megi upp eftir hrun kommúnismans. Francis Fukuyama taldi, að runninn væri upp tími alþjóðlegs kapítalisma, lýðræðis og frjáls markaðar, þar sem verkefnið væri að sinna þörf einstaklinga og þjóða til viðurkenningar, bjóða þá velkomna í hópinn. Eitthvað er til í hugmynd hans, en hnattvæðingin sætir harðri andstöðu. Áhrifamiklir hópar vilja ekki taka upp vestræna siði. Þetta varð Samuel Huntington að umræðuefni. Hann er þeirrar skoðunar, að átökum um meginatriði sé ekki lokið, en þau standi ekki lengur milli kommúnisma og kapítalisma, heldur menningarheilda og trúarbragða. Þótt hann velji orð sín varlega, er ljóst, að hann telur aðallega stafa hættu af öfgafullum múslimum. Margir hafa tekið undir með honum eftir árásir hryðjuverkamanna á New York og Washington 11. september 2001. Sumir hópar hata vestræna siði og vilja ekki aðeins forðast þá sjálfir, heldur taka af okkur réttinn til að halda þeim. Robert Kagan heldur því fram, að leiðir hafi skilið síðustu áratugi með Bandaríkjunum og Evrópulöndum, Bandaríkin búi yfir miklum hernaðarmætti og séu raunsæ og herská. Evrópulöndin séu veikburða og þess vegna óraunsæ. Þau hafi oftrú á fundum og samningum til lausnar málum. Það er að minnsta kosti víst, að hryðjuverkamennirnir, sem réðust á Bandaríkin 11. september, voru ekki að biðja um fund, eins og Davíð Oddsson benti einmitt á. En hafa Bandaríkin ef til vill fulllitla trú á fundum? Orð eru til alls fyrst. Heimurinn býr yfir miklum möguleikum, eins og Fukuyama segir. Hann er líka hættulegur, eins og Huntington brýnir fyrir okkur. Íslendingar urðu fyrir verulegu áfalli á dögunum, þegar Bandaríkjastjórn tilkynnti einhliða, að hún hygðist kalla varnarliðið á brott og skilja Ísland eftir varnarlaust. Ég er ekki viss um, að Bandaríkjastjórn hafi gert sér grein fyrir, hversu mikil vonbrigði þetta hljóta að vera þeim Íslendingum, sem hafa stutt Bandaríkin eindregið. Jafngildir þetta uppsögn varnarsamningsins? Auðvitað hljóta Bandaríkin að miða við eigin hagsmuni, þegar þau marka utanríkisstefnu sína. Ríki eiga ekki vini, heldur hafa þau hagsmuni. Og ríki eru bandamenn, þegar hagsmunir fara saman. En hagsmunir Bandaríkjanna til langs tíma eru þeir að eiga öfluga bandamenn á Norður-Atlantshafi. Eðlilegt er að eyjarnar þrjár undan meginlandi Evrópu séu í sérstöku sambandi við Bandaríkin: Írland vegna sögulegra tengsla, Stóra-Bretland af gamalli hefð og Ísland, vegna þess að héðan sér yfir allt Norður-Atlantshafið. Þessar þrjár eyþjóðir eru líka vinveittari Bandaríkjunum en meginlandsþjóðirnar. Þungur hrammur Hitlers, Stalíns og Napóleons náði ekki til þeirra. Varnarsamningurinn frá 1951 reyndist báðum þjóðum vel. Mestu máli skipti auðvitað, að herstöðin á Miðnesheiði var ómissandi hlekkur í þeirri öflugu varnarkeðju Vesturveldanna, sem hélt Kremlverjum í skefjum. En ábyrgir íslenskir ráðamenn færðu miklar fórnir með því að láta land undir herstöð skömmu eftir lýðveldisstofnun, þegar þjóðerniskennd var hér sterk. Bandaríkjastjórn lagði líka sitt af mörkum bak við tjöldin til að afla útfærslu fiskveiðilögsögunnar alþjóðlegrar viðurkenningar. Þótt einstakir íslenskir stjórnmálamenn eins og Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafi með heimskulegu tali reynt að spilla samstarfi þjóðanna tveggja, hefur það verið undantekning, ekki regla. Heimurinn er ekki hættulaus. Hvað myndi gerast, væru hér engar varnir og fámennur hópur öfgafullra múslima vildi refsa Íslendingum fyrir skopmyndir af Múhameð spámanni? Þeir gætu rænt flugvél í Amsterdam, flogið hingað og gert margvíslegan óskunda, áður en Atlantshafsbandalagið fengi brugðist við. Íslendingar þurfa á varnarsamstarfi við Bandaríkin að halda. En þótt Bandaríkjamenn séu öflugir, eins og Kagan heldur fram, geta þeir ekki allt einir. Hver veit, hvenær þeir þurfa einhverja aðstöðu á Íslandi fyrir ófyrirsjáanlega rás viðburða? Óskar Wilde sagði eins og frægt er, að Íslendingar hefðu fundið Ameríku árið 1000, en haft vit á því að týna henni aftur. Við skulum vona, að Bandaríkjamenn hafi ekki týnt Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun