Dagur leiðir Samfylkingarlistann 13. febrúar 2006 17:10 Þá er orðið ljóst hverjir verða höfuðpólarnir í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor, eftir að úrslit urðu ljós í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni. Hinir tveir flokkarnir í Reykjavíkurlistanum eru þegar búnir að velja fólk í efstu sætin, en listi Samfylkingarinnar vegur þyngst í baráttunni um borgina á móti Sjálfstæðisflokknum. Það var því ljóst fyrir prófkjörið hjá flokknum, að það myndi velta á miklu hver yrði þar efstur á lista, og nú hefur sá heiður fallið í skaut Dags B. Eggertssonar. Þegar svo saman fer að hann er forystumaður í málaflokki sem sífellt fleiri hafa áhuga á og er vel kynntur í stóru og samhentu íþróttafélagi, verður árangurinn sá sem nú liggur fyrir. Þótt hann hafi töluverða reynslu úr borgarpólitíkinni, jafnast hann ekkert á við reynsluboltann Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, sem á þar ófá árin að baki. Nýstirnið Dagur B. Eggertsson á aðeins nokkrar vikur að baki í Samfylkingunni, og það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Samfylkingarmenn hvernig menn geta komið þar inn með stuttum fyrirvara og orðið oddvitar borgarstjórnarflokks þeirra. Dagur hefur verið mjög áberandi í umræðunni á undanförnum vikum um skipulagsmál og þannig hefur honum tekist að vekja verulega athygli á sér. Þegar svo saman fer að hann er forystumaður í málaflokki sem sífellt fleiri hafa áhuga á og er vel kynntur í stóru og samhentu íþróttafélagi, verður árangurinn sá sem nú liggur fyrir. Fyrir helgi mátti heyra á Samfylkingarmönnum, að það væri góður byr í seglin fyrir kosningarnar til borgarstjórnar í vor, ef tíu þúsund eða fleiri tækju þátt í prófkjörinu nú um helgina. Þátttakan varð ekki svo mikil, þrátt fyrir að prófkjörið væri galopið eins og sagt var. Til samanburðar tóku rösklega tólf þúsund manns þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrr í vetur. Þáttakan hlýtur því að valda einhverjum Samfylkingarmönnum vonbrigðum, þrátt fyrir mikla smölun á síðustu metrunum. Það voru þrír hæfir einstaklingar sem stefndu á fyrsta sætið hjá Samfylkingunni, og þótt menn hafi borið sig nokkuð vel í gærkvöld, þegar tölurnar voru birtar, hljóta þær innst inni að valda vonbrigðum hjá Steinunni Valdísi og Stefáni Jóni, kannski meiri vonbrigðum hjá honum, því hann hefur nú um langt skeið stefnt einarðlega að því að halda sæti sínu sem forystumaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fyrstu viðbrögð þeirra voru þó þau að þau ætla að halda ótrauð áfram í borgarpólitíkinni, en þá er rétt að hafa í huga að alþingiskosningar eru handan við hornið, og ný borgarstjórn Reykjavíkur verður varla meira en búin að koma sér fyrir í Ráðhúsinu, þegar spennan fyrir þingkosningarnar fer að gera vart við sig. Samkvæmt könnunum á Sjálfstæðisflokkurinn að vera nokkuð öruggur um sigur í kosningunum, enda væri það mikið áfall fyrir flokkinn, ef honum tækist ekki að endurheimta meirihlutann í Reykjavík. Flokkarnir sem nú mynda ekki lengur kosningabandalag hafa á margan hátt gert sitt til að sjálfstæðismenn nái vopnum sínum á ný í borginni, en meira en þrír mánuðir eru langur tími í pólitík og það verður spennandi að fylgjast með átökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Þá er orðið ljóst hverjir verða höfuðpólarnir í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor, eftir að úrslit urðu ljós í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni. Hinir tveir flokkarnir í Reykjavíkurlistanum eru þegar búnir að velja fólk í efstu sætin, en listi Samfylkingarinnar vegur þyngst í baráttunni um borgina á móti Sjálfstæðisflokknum. Það var því ljóst fyrir prófkjörið hjá flokknum, að það myndi velta á miklu hver yrði þar efstur á lista, og nú hefur sá heiður fallið í skaut Dags B. Eggertssonar. Þegar svo saman fer að hann er forystumaður í málaflokki sem sífellt fleiri hafa áhuga á og er vel kynntur í stóru og samhentu íþróttafélagi, verður árangurinn sá sem nú liggur fyrir. Þótt hann hafi töluverða reynslu úr borgarpólitíkinni, jafnast hann ekkert á við reynsluboltann Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, sem á þar ófá árin að baki. Nýstirnið Dagur B. Eggertsson á aðeins nokkrar vikur að baki í Samfylkingunni, og það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Samfylkingarmenn hvernig menn geta komið þar inn með stuttum fyrirvara og orðið oddvitar borgarstjórnarflokks þeirra. Dagur hefur verið mjög áberandi í umræðunni á undanförnum vikum um skipulagsmál og þannig hefur honum tekist að vekja verulega athygli á sér. Þegar svo saman fer að hann er forystumaður í málaflokki sem sífellt fleiri hafa áhuga á og er vel kynntur í stóru og samhentu íþróttafélagi, verður árangurinn sá sem nú liggur fyrir. Fyrir helgi mátti heyra á Samfylkingarmönnum, að það væri góður byr í seglin fyrir kosningarnar til borgarstjórnar í vor, ef tíu þúsund eða fleiri tækju þátt í prófkjörinu nú um helgina. Þátttakan varð ekki svo mikil, þrátt fyrir að prófkjörið væri galopið eins og sagt var. Til samanburðar tóku rösklega tólf þúsund manns þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrr í vetur. Þáttakan hlýtur því að valda einhverjum Samfylkingarmönnum vonbrigðum, þrátt fyrir mikla smölun á síðustu metrunum. Það voru þrír hæfir einstaklingar sem stefndu á fyrsta sætið hjá Samfylkingunni, og þótt menn hafi borið sig nokkuð vel í gærkvöld, þegar tölurnar voru birtar, hljóta þær innst inni að valda vonbrigðum hjá Steinunni Valdísi og Stefáni Jóni, kannski meiri vonbrigðum hjá honum, því hann hefur nú um langt skeið stefnt einarðlega að því að halda sæti sínu sem forystumaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fyrstu viðbrögð þeirra voru þó þau að þau ætla að halda ótrauð áfram í borgarpólitíkinni, en þá er rétt að hafa í huga að alþingiskosningar eru handan við hornið, og ný borgarstjórn Reykjavíkur verður varla meira en búin að koma sér fyrir í Ráðhúsinu, þegar spennan fyrir þingkosningarnar fer að gera vart við sig. Samkvæmt könnunum á Sjálfstæðisflokkurinn að vera nokkuð öruggur um sigur í kosningunum, enda væri það mikið áfall fyrir flokkinn, ef honum tækist ekki að endurheimta meirihlutann í Reykjavík. Flokkarnir sem nú mynda ekki lengur kosningabandalag hafa á margan hátt gert sitt til að sjálfstæðismenn nái vopnum sínum á ný í borginni, en meira en þrír mánuðir eru langur tími í pólitík og það verður spennandi að fylgjast með átökunum.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun