Umræða um ESB og menntun 9. febrúar 2006 00:01 Framtíðarspá Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í gær um að Íslendingar verði orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015 og þörfin á eflingu menntunar í landinu bæði í grunnskólum og ekki síður í háskólum landsins, var það sem hæst bar hjá þeim sem töluðu á hinu fjölmenna þingi. Ástæða er til þess að hvetja til meiri umræðu um Evrópumálin almennt í þjóðfélaginu, svo við getum verið við því búin að taka ákvörðun í þeim efnum ef og þegar að því kemur að við þurfum að gera upp hug okkar varðandi þessi mál. Forsætisráðherra drap á mörg athyglisverð atriði í ræðu sinni og gaf svar við mörgum spurningum sem hafa verið ofarlega í umræðunni nú síðustu daga. Hann kom inn á arðsemi virkjana hér á landi og gat þes að Búrfellsvirkjun væri nú nánast afskrifuð til fulls eftir 40 ára starfrækslu og væri nú í betra ástandi en í upphafi. Þar var hann með óbeinum hætti að svara Ágústi Guðmundssyni stjórnarformanni Bakkavarar, sem var annar aðalræðumaður viðskiptaþings, en hann hefur gagnrýnt stóriðjustefnu stjórnvalda. Í þeim kafla ræðunnar sem bar yfirskriftina Ísland og Evrópa sagði forsætisráðherra að stóra spurningin fyrir árið 2015 væri hvort Íslendingar yrðu þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við yrðum þá orðnir fullgildir aðilar að ESB. Hann sagði að við yrðum að viðurkenna að sveiflur í gengi krónunnar væru vandamál og spurningar væru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á markaðnum. Í framhaldi af því spáði hann aðild okkar að Evrópusambandinu 2015. Ákvarðanir nágrannaþjóða um aðild að evrópska myntbandalaginu hefðu mikil áhrif í þessum efnum, en hinsvegar væru engar pólitískar forsendur nú fyrir ákvörðum um aðild af okkar hálfu. Hvatti hann til meiri umræðu um Evrópumálin og ekki síst atvinnulífið. Eins og forsætisráðherra benti réttilega á, hefur mun meiri umræða verið um þessi mál á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar. Ástæða er til þess að hvetja til meiri umræðu um Evrópumálin almennt í þjóðfélaginu, svo við getum verið við því búin að taka ákvörðun í þeim efnum ef og þegar að því kemur að við þurfum að gera upp hug okkar varðandi þessi mál. Ágúst Guðmundsson sagði að það væri ekki auðvelt að spá áratug fram í tímann, því breytingar á allra síðustu árum hefðu verið langt umfram allar væntingar á sínum tíma. Hann minnti á mikilvægi netsins og hvernig samkeppnishæfni smárra og afskekktra landa hefði aukist með tilkomu þess. Efling þekkingar- og þjónustuiðnaðarins ætti að taka fram yfir stóriðjustefnuna, en sérstaka áherslu lagði hann á að ríkið ætti að hafa forystu um eflingu menntunar, og markmiðið ætti að vera að háskólar okkar ættu að verða með þeim bestu í heimi. Þetta er metnaðarfullt markmið sem full ástæða er til að stefnt verði að. Hér á landi eru nú þegar háskólar á ýmsum sviðum auk Háskóla Íslands sem stendur á gömlum og væntanlega traustum grunni. Það þarf að hlúa enn frekar en gert hefur verið að starfsemi þeirra, því framtíðin felst í menntun og þekkingu, hvort sem við verðum utan eða innan Evrópusambandsins árið 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun
Framtíðarspá Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í gær um að Íslendingar verði orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015 og þörfin á eflingu menntunar í landinu bæði í grunnskólum og ekki síður í háskólum landsins, var það sem hæst bar hjá þeim sem töluðu á hinu fjölmenna þingi. Ástæða er til þess að hvetja til meiri umræðu um Evrópumálin almennt í þjóðfélaginu, svo við getum verið við því búin að taka ákvörðun í þeim efnum ef og þegar að því kemur að við þurfum að gera upp hug okkar varðandi þessi mál. Forsætisráðherra drap á mörg athyglisverð atriði í ræðu sinni og gaf svar við mörgum spurningum sem hafa verið ofarlega í umræðunni nú síðustu daga. Hann kom inn á arðsemi virkjana hér á landi og gat þes að Búrfellsvirkjun væri nú nánast afskrifuð til fulls eftir 40 ára starfrækslu og væri nú í betra ástandi en í upphafi. Þar var hann með óbeinum hætti að svara Ágústi Guðmundssyni stjórnarformanni Bakkavarar, sem var annar aðalræðumaður viðskiptaþings, en hann hefur gagnrýnt stóriðjustefnu stjórnvalda. Í þeim kafla ræðunnar sem bar yfirskriftina Ísland og Evrópa sagði forsætisráðherra að stóra spurningin fyrir árið 2015 væri hvort Íslendingar yrðu þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við yrðum þá orðnir fullgildir aðilar að ESB. Hann sagði að við yrðum að viðurkenna að sveiflur í gengi krónunnar væru vandamál og spurningar væru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á markaðnum. Í framhaldi af því spáði hann aðild okkar að Evrópusambandinu 2015. Ákvarðanir nágrannaþjóða um aðild að evrópska myntbandalaginu hefðu mikil áhrif í þessum efnum, en hinsvegar væru engar pólitískar forsendur nú fyrir ákvörðum um aðild af okkar hálfu. Hvatti hann til meiri umræðu um Evrópumálin og ekki síst atvinnulífið. Eins og forsætisráðherra benti réttilega á, hefur mun meiri umræða verið um þessi mál á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar. Ástæða er til þess að hvetja til meiri umræðu um Evrópumálin almennt í þjóðfélaginu, svo við getum verið við því búin að taka ákvörðun í þeim efnum ef og þegar að því kemur að við þurfum að gera upp hug okkar varðandi þessi mál. Ágúst Guðmundsson sagði að það væri ekki auðvelt að spá áratug fram í tímann, því breytingar á allra síðustu árum hefðu verið langt umfram allar væntingar á sínum tíma. Hann minnti á mikilvægi netsins og hvernig samkeppnishæfni smárra og afskekktra landa hefði aukist með tilkomu þess. Efling þekkingar- og þjónustuiðnaðarins ætti að taka fram yfir stóriðjustefnuna, en sérstaka áherslu lagði hann á að ríkið ætti að hafa forystu um eflingu menntunar, og markmiðið ætti að vera að háskólar okkar ættu að verða með þeim bestu í heimi. Þetta er metnaðarfullt markmið sem full ástæða er til að stefnt verði að. Hér á landi eru nú þegar háskólar á ýmsum sviðum auk Háskóla Íslands sem stendur á gömlum og væntanlega traustum grunni. Það þarf að hlúa enn frekar en gert hefur verið að starfsemi þeirra, því framtíðin felst í menntun og þekkingu, hvort sem við verðum utan eða innan Evrópusambandsins árið 2015.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun