Ertu að verða náttúrulaus? 21. janúar 2006 00:01 Ég hrökk upp með andfælum þegar spurt var á öldum ljósvakans: ertu að verða náttúrulaus? Hélt fyrst að verið væri að spyrja mig, einhver skoðanakönnun í gangi og ég fór strax að velta fyrir mér hvernig ég gæti logið mig út úr þessu. Hvað kæmi líka almenningi við, hvernig ég stæði mig í bólinu! Er ekkert prívat lengur? En þessari áleitnu spurningu var ekki beint til mín, ekki persónulega, heldur voru hér náttúruverndarsinnar á ferðinni og auglýstu með þessum snilldarlega og skemmtilega hætti tónleikana sína, með Björk og Sigurrós í broddi fylkingar. Það hitti svo sannarlega í mark. Þeir voru að höfða til náttúru landsins, umhverfisspjalla, stóriðjuframkvæmda. Og gerðu það með tilvísun til okkar samborgaranna, nytsömu sakleysingjanna og hins þögla meirihluta, sem oftast sér ekki lengra en tærnar á sér, lætur það afskiptalaust hvað aðhafst er á hálendinu, kærir sig kollóttan um framkvæmdir og mótmæli, þegar kemur að landssvæðum og óbyggðum, sem það hefur ekki hugmynd um að séu til. Það var verið að vekja okkur öll til umhugsunar; okkur, sem höfum hingað til spurt og sagt: er þetta jú ekki allt saman í þágu framfaranna? Þarf ekki stóriðju til að skaffa vinnu? Verður ekki að reikna með að ábyrg stjórnvöld og myndugir valdamenn viti best, hvað okkur er fyrir bestu? Ég fór ekki á tónleikana. Var of seinn að fá mér miða. Sex þúsund manns voru fyrri til að bregðast við. En ég fór á fundinn í Norræna húsinu, þar sem fjallað var um Þjórsárver og Norðlingaölduveitu og dáðist að því hversu margt fólk var þar mætt. Fullt hús af áhugasömu fólki. Stundum heldur maður að þessir umhverfisverndarsinnar séu sérviskupúkar, vinstri grænir, fólk í mussum og fjallaskóm. Hávær en lítill minnihluti. Þetta heldur maður og þannig hefur maður velkst áfram í samfélaginu, hálfpartinn meðvitundarlaus og náttúrulaus, í þeim skilningi að þetta komi manni ekki beinlínis við. Og svo er auðvitað hitt að nú erum við alin upp við þann hugsunarhátt, að öll verðmæti skuli reiknuð út í krónum og aurum og þó aðallega í milljörðum, út frá hagkvæmni, hagræðingu og hagnaði. Efnahagslegar forsendur, takk fyrir. Fólk er jafnvel metið út frá ríkidæmi sínu. Því ríkara, því merkilegra. Þetta er mottóið og mælistikan. Hver er arðurinn? Það er minna spurt um tilfinningar, verðmæti fallegrar hugsunar eða auðæfin sem felast í manneskjum, hugsjónum eða náttúruperlum. Er þá nokkuð undarlegt þótt spurt sé: Er þjóðin að verða náttúrulaus? Ekki bara að hún láti náttúru landsins lönd og leið, heldur hvort Íslendingar séu orðnir dauðir fyrir öllu litrófi mannlífsins, skyldum sínum gagnvart fortíð og sögu, ábyrgð sinni á hegðan og framferði, daufdumbir fyrir þeirri náttúru sem felst í hvötum okkar, mislyndi, ákafa, blæbrigðum skaps og smekks, andúðar eða hrifningar, tilfinningalausir gagnvart þeirri gjöf, sem skaparinn afhenti okkur, landinu og framtíð þess. Já, jafnvel þótt við verðum náttúrulaus í kynlífinu og áhrifalaus í samfélaginu, þá þurfum við ekki að verða náttúrulaus í skoðunum og afstöðu. Við þurfum ekki að gefast upp meðan við stöndum upprétt. Ég vona að minnsta kosti að svo sé ekki. Þessa dagana og vikurnar er verið að takast á um hugsanlegar virkjunarframkvæmdir í Þjórsárverum og nágrenni. Troða niður stíflum og skurðum. Allt í nafni arðseminnar. Þjórsárverin eru dýrgripur, sem við eigum öll að láta okkur varða. Það er aðdáunarvert að fólk, fjöldi manna og kvenna, já þúsundir Íslendinga á öllum aldri, nenni og vilji grípa til vopna sinna og vernda slíka gimsteina. Ég er í rauninni aðallega þakklátur þessu fólki, sem með framlagi sínu til tónleikahalds, með málflutningi sínum og liðveislu, leggur það á sig að standa vörð um menningarverðmæti þessarar þjóðar, sem leggur það á sig að sjá verðmæti lífsins og landsins í öðru ljósi en hinu gelda efnahagsmati. Svoleiðis fólk er ekki náttúrulaust. Það hefur með þrautseigju og þrátefli haldið uppi vörnum og viðnámi gegn atlögu að fágætum gersemum dýra og manna og friðlands. Sú barátta stendur yfir og ég hef það á tilfinningunni að náttúran í okkur sé að vakna og vaxa og áður en yfir lýkur muni þessum forkastanlegu hugmyndum og fyrirætlunum um virkjana- og stíflugerð við Norðlingaöldu verða afstýrt. Annað væri ófyrirgefanleg synd gagnvart allri skynsemi, allri tilfinningu og þeirri auðmýkt sem við eigum að sýna náttúru landsins og náttúrunni í okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun
Ég hrökk upp með andfælum þegar spurt var á öldum ljósvakans: ertu að verða náttúrulaus? Hélt fyrst að verið væri að spyrja mig, einhver skoðanakönnun í gangi og ég fór strax að velta fyrir mér hvernig ég gæti logið mig út úr þessu. Hvað kæmi líka almenningi við, hvernig ég stæði mig í bólinu! Er ekkert prívat lengur? En þessari áleitnu spurningu var ekki beint til mín, ekki persónulega, heldur voru hér náttúruverndarsinnar á ferðinni og auglýstu með þessum snilldarlega og skemmtilega hætti tónleikana sína, með Björk og Sigurrós í broddi fylkingar. Það hitti svo sannarlega í mark. Þeir voru að höfða til náttúru landsins, umhverfisspjalla, stóriðjuframkvæmda. Og gerðu það með tilvísun til okkar samborgaranna, nytsömu sakleysingjanna og hins þögla meirihluta, sem oftast sér ekki lengra en tærnar á sér, lætur það afskiptalaust hvað aðhafst er á hálendinu, kærir sig kollóttan um framkvæmdir og mótmæli, þegar kemur að landssvæðum og óbyggðum, sem það hefur ekki hugmynd um að séu til. Það var verið að vekja okkur öll til umhugsunar; okkur, sem höfum hingað til spurt og sagt: er þetta jú ekki allt saman í þágu framfaranna? Þarf ekki stóriðju til að skaffa vinnu? Verður ekki að reikna með að ábyrg stjórnvöld og myndugir valdamenn viti best, hvað okkur er fyrir bestu? Ég fór ekki á tónleikana. Var of seinn að fá mér miða. Sex þúsund manns voru fyrri til að bregðast við. En ég fór á fundinn í Norræna húsinu, þar sem fjallað var um Þjórsárver og Norðlingaölduveitu og dáðist að því hversu margt fólk var þar mætt. Fullt hús af áhugasömu fólki. Stundum heldur maður að þessir umhverfisverndarsinnar séu sérviskupúkar, vinstri grænir, fólk í mussum og fjallaskóm. Hávær en lítill minnihluti. Þetta heldur maður og þannig hefur maður velkst áfram í samfélaginu, hálfpartinn meðvitundarlaus og náttúrulaus, í þeim skilningi að þetta komi manni ekki beinlínis við. Og svo er auðvitað hitt að nú erum við alin upp við þann hugsunarhátt, að öll verðmæti skuli reiknuð út í krónum og aurum og þó aðallega í milljörðum, út frá hagkvæmni, hagræðingu og hagnaði. Efnahagslegar forsendur, takk fyrir. Fólk er jafnvel metið út frá ríkidæmi sínu. Því ríkara, því merkilegra. Þetta er mottóið og mælistikan. Hver er arðurinn? Það er minna spurt um tilfinningar, verðmæti fallegrar hugsunar eða auðæfin sem felast í manneskjum, hugsjónum eða náttúruperlum. Er þá nokkuð undarlegt þótt spurt sé: Er þjóðin að verða náttúrulaus? Ekki bara að hún láti náttúru landsins lönd og leið, heldur hvort Íslendingar séu orðnir dauðir fyrir öllu litrófi mannlífsins, skyldum sínum gagnvart fortíð og sögu, ábyrgð sinni á hegðan og framferði, daufdumbir fyrir þeirri náttúru sem felst í hvötum okkar, mislyndi, ákafa, blæbrigðum skaps og smekks, andúðar eða hrifningar, tilfinningalausir gagnvart þeirri gjöf, sem skaparinn afhenti okkur, landinu og framtíð þess. Já, jafnvel þótt við verðum náttúrulaus í kynlífinu og áhrifalaus í samfélaginu, þá þurfum við ekki að verða náttúrulaus í skoðunum og afstöðu. Við þurfum ekki að gefast upp meðan við stöndum upprétt. Ég vona að minnsta kosti að svo sé ekki. Þessa dagana og vikurnar er verið að takast á um hugsanlegar virkjunarframkvæmdir í Þjórsárverum og nágrenni. Troða niður stíflum og skurðum. Allt í nafni arðseminnar. Þjórsárverin eru dýrgripur, sem við eigum öll að láta okkur varða. Það er aðdáunarvert að fólk, fjöldi manna og kvenna, já þúsundir Íslendinga á öllum aldri, nenni og vilji grípa til vopna sinna og vernda slíka gimsteina. Ég er í rauninni aðallega þakklátur þessu fólki, sem með framlagi sínu til tónleikahalds, með málflutningi sínum og liðveislu, leggur það á sig að standa vörð um menningarverðmæti þessarar þjóðar, sem leggur það á sig að sjá verðmæti lífsins og landsins í öðru ljósi en hinu gelda efnahagsmati. Svoleiðis fólk er ekki náttúrulaust. Það hefur með þrautseigju og þrátefli haldið uppi vörnum og viðnámi gegn atlögu að fágætum gersemum dýra og manna og friðlands. Sú barátta stendur yfir og ég hef það á tilfinningunni að náttúran í okkur sé að vakna og vaxa og áður en yfir lýkur muni þessum forkastanlegu hugmyndum og fyrirætlunum um virkjana- og stíflugerð við Norðlingaöldu verða afstýrt. Annað væri ófyrirgefanleg synd gagnvart allri skynsemi, allri tilfinningu og þeirri auðmýkt sem við eigum að sýna náttúru landsins og náttúrunni í okkur sjálfum.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun