Sport

Svíar áhyggjulausir fyrir leikinn

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Svíum í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins á Rasunda leikvanginum í Stokkhólmi. Sænskir fjölmiðlamenn hafa litlar áhyggjur af leiknum gegn Íslendingm og eiga von á öruggum sigri Svía enda sæti sænska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi þegar tryggt. Lars Lagerbake landsliðsþjálfari Svía lætur hafa eftir sér við sænska fjölmiðlúnga að Íslendingar séu dulegir og hafi stórt hjarta , en þjálfari sænska liðsins virðist hins vegar hafa litlar áhyggjur af getu Íslendinga á knattspyrnuvellinum og engu líkara en Svíar líti á Íslendinga sem hundasúrúr norðan úr ballarhafi. Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem leikur með Hamslatd og er markahæsti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni segir að fyrst Hamlstad gat slegið út Sporting Lissabon í Evrópukeppninni geti Íslendingar sigrað Svía á heimavelli. Leikur Íslands og Svíþjóðar verður sýndur beint á Sýn klukkan 17. 30 , en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan fimm. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×