Sport

Öruggur sigur United á Bolton

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í dag
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í dag NordicPhotos/GettyImages

Manchester United sigraði Bolton 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsta markið var sjálfsmark, en Louis Saha bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Cristiano Ronaldo sem tryggði sigurinn í síðari hálfleiknum með tveimur mörkum. Gary Speed skoraði mark Bolton.

Liverpool marði sigur á West Brom með marki frá Peter Crouch, Portsmouth vann afar mikilvægan sigur á Fulham 1-0 og Everton sömuleiðis þegar liðið skellti Sunderland á útivelli 1-0 með marki frá Cahill á lokamínútu leiksins. Blackburn skellti Wigan 3-0 á útivelli með mörkum frá Pedersen, Bellamy og Reid. Loks gerðu Middlesbrough og Manchester City markalaust jafntefli.

Chelsea er sem fyrr í langefsta sæti deildarinnar með 55 stig úr 20 leikjum, Manchester United í öðru með 44 stig úr 20 leikjum, Liverpool í þriðja með 40 stig úr 18 leikjum og Tottenham er í fjórða sætinu með 37 stig úr 20 leikjum. Sunderland er enn langneðst með aðeins 6 stig úr 19 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×