Sport

Samvinna McBride og Heiðars kom mér á óvart

Heiðar Helguson er ekkert lamb að leika sér við og það kann Chris Coleman vel að meta
Heiðar Helguson er ekkert lamb að leika sér við og það kann Chris Coleman vel að meta NordicPhotos/GettyImages

Chris Coleman segir að það hafi komið sér á óvart hve vel þeir Heiðar Helguson og Brian McBride hafi náð saman í framlínu liðsins í síðustu tveimur leikjum, en bendir á að varnarmenn andstæðinganna hafi haft fangið fullt við að gæta þeirra vegna líkamlegs styrks þeirra.

Coleman hyggst endurnýja samning McBride í janúar, en núverandi samningur hins 33 ára gamla Bandaríkjamanns rennur út í sumar. "Brian er búinn að vera frábær í vetur og hann er sannur atvinnumaður og draumur allra knattpyrnustjóra fyrir hvað hann leggur sig alltaf allan fram. Hann lítur oft út eins og að vera nýkominn úr slagsmálum á einhverjum barnum þegar hann kemur af æfingum rifinn og tættur, en það er til marks um harðfylgi hans.

Það kom mér á óvart hversu vel Brian og Heiðar náðu vel saman í framlínunni, því þeir eru nokkuð líkir leikmenn. Það er hinsvegar ekkert leyndarmál að tveir svona sterkir framherjar geta verið martröð fyrir varnarmenn - mér sýndist John Terry eiga fullt í fangið með þá á dögunum og hann er einn af þeim allra bestu," sagði Coleman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×