Deilt um hæfi Björns 16. nóvember 2005 21:00 Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira