Deilt um hæfi Björns 16. nóvember 2005 21:00 Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira