Lögin ná yfir öll hugverk 10. nóvember 2005 19:50 Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira