Innlent

Steingrímur gagnrýndi fyrirhuguð álver

Áform um þrjú ný álver á Íslandi urðu tilefni snarpra umræðna á Alþingi í dag. Þingmenn Vinstri - grænna gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega en forsætisráðherra sakaði Vinstri - græna um að vilja banna fólki að hugsa um framtíðina.

Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hóf þingfund með því að vekja athygli á fréttum síðustu daga um áform um álver í Helguvík, álver á Norðausturlandi og stækkun álversins í Straumsvík. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi hins vegar ekkert nýtt í þessum fréttum og spurði hvort það væri ekki af hinu góða að fólk væri að hugsa til framtíðar og hvort vinstri grænir væru svo fastir við fortíðina að þeir vildu helst banna fólki að hugsa um framtíðina. Steingrímur sagði hins vegar að það væri ekki fólkið í landinu sem drifi þessa stefnu áfram heldur ríkisstjórnin.

Steingrímur sagði ríkisstjórnina og landsvirkjun sem vildu álver og ætti ekkert skylt við vilja fólksins í landinu. Hann sagði að Vinstri hreyfingin grænt framboð vera að hugsa um framtíðina en það mætti ekki verðja öllu á álið.

Forsætisráðherra sagði enga ákvörðun hafa verið tekna heldur væri verið að skoða þessi mál, meðal annars af hálfu heimamanna á Norðausturlandi. Halldór spurði hvort þingmenn Vinstri-grænna hefðu ekki ferðast um norðausturlandið, hvort þeir vissu ekki af áhuga fólks á norðausturlandi til að fá álver. Hann taldi að þingmenn Vinstri grænna ættu ekki að útiloka fyrirfram ákveðna atvinnukosti, það væri eins og þeir vildu banna ákveðna trú og það mætti enginn segja neitt við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×