Þingfesting var í morgun í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors vegna aðfarahæfi dóms í meiðyrðamálið Jóns Ólafssonar gegn Hannesi.
Eins greint var frá í fréttum á dögunum féllst Sýslumaðurinn í Reykjavík á tæplega 12 milljóna króna fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi vegna máls sem Jóns höfðaði og vann í Bretlandi, en hann sótti Hannes til saka fyrir meiðyrði vegna ummæla Hannesar um bæði viðskiptahætti og persónu Jóns.
Með málinu sem var þingfest í dag fór lögmaður Hannesar fram á endurskoðun á því hvort dómurinn í Englandi sé aðfarahæfur hér á landi en Héraðsdómur hafði áður úrskurðað að svo væri. Lögmaður Jóns Ólafssonar fer fram á það að kröfunni um endurskoðun verði vísað frá en tekist verður á um það 7. nóvember næstkomandi þegar málflutningur fer fram.