Innlent

Átti hæsta boð í sex af átta lóðum

Borgin og Rauðhóll vildu fá 357 milljónir fyrir lóðirnar að lágmarki en geta fengið allt að 488 milljónir.
Borgin og Rauðhóll vildu fá 357 milljónir fyrir lóðirnar að lágmarki en geta fengið allt að 488 milljónir.

Eitt fyrirtæki átti hæsta tilboð í byggingarétt á sex af átta lóðum sem boðnar voru út undir atvinnurekstur í Norðlingaholti. Útboðið getur skilað Reykjavíkurborg og eignarhaldsfélaginu Rauðhóli hátt í hálfum milljarði króna.

Verktakar buðu allt að fjórfalt hærra verð fyrir byggingarétt á lóðum í Norðlingaholti en Reykjavíkurborg og Rauðhóll gerðu að skilyrði fyrir því að tilboði yrði tekið. Mestu munaði á minnstu lóðinni en hún er hugsuð undir söluturn eða veitingastað. Lágmarksverð sem sett var á lóðina var tvær milljónir króna en hæsta boð nam átta milljónum króna. Hæsta tilboð í einstaka lóð átti fyrirtakið Dimar sem bauð 103 milljónir króna í stærstu lóðina sem var boðin út. Dimar átti hæsta boð í sex af átta lóðum og ráða stjórnendur þess hvort staðið verði við öll boðin, reglum samkvæmt getur fyrirtækið fallið frá öllum boðum nema einu. Valdimar Grímsson hjá Dimar sagði óráðið hvað fyrirtækið gerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×